Skip to main content
Bókarkápa Gengið til friðar, sögu herstöðvarbaráttunnar

Útgáfuhóf – Opið hús í Friðarhúsi

By Viðburður

Til að fagna útkomu bókarinnar Gengið til friðar efna Samtök hernaðarandstæðinga til útgáfuhófs í Friðarhúsi laugardaginn 23. nóvember milli kl. 15 og 17.
Vinir og velunnarar eru boðin velkomin. Þorvaldur Örn Árnason rifjar upp lög úr baráttunni og Guðni Th. Jóhannesson fjallar um herstöðvabaráttuna út frá sjónarhorni sagnfræðingsins.

Bókin verður til sölu á sérstöku tilboðsverði og boðið verður upp á léttar veitingar og milliþungar.

Bókarkápa Gengið til friðar, sögu herstöðvarbaráttunnar

Útgáfuhóf

By Fréttir, Viðburður

Hóf Skruddu vegna útgáfu sögu herstöðvarbaráttunnar: “Gengið til friðar” verður haldið í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð 39 fimmtudaginn 14. nóv kl. 16:00. Þar verða léttar veitingar í boði og stuttur upplestur.
Við munum svo auglýsa útgáfuhóf í Friðarhúsi sem verður haldið síðar í mánuðinum.

Ofnbakað grænmeti

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Það er gott í vændum í Friðarhúsi á föstudagskvöld, 25. október . Á fjáröflunarmálsverðinum verður því fagnað að bókin Gengið til friðar: saga andófs gegn herstöðvum og vígbúnaðarhyggju er komin út. Kokkurinn verður hin frábæra Dóra Svavars, sem hefur alltaf slegið í gegn.
Matseðill:
* Lambasíða brasseruð með rabarbarasultu
* Bygg- og baunahleifur
* Bakað rótargrænmeti m/þurrkuðum ávöxtum og kryddum
* Salat
* Nýbakað brauð
* Hrísgrjón
* Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu tekur við menningardagskrá. Kristín Svava Tómasdóttir segir frá bókinni „Dunu: sögu kvikmyndargerðarkonu“ sem kemur út á næstu dögum. Þá mun „karlinn á lýrukassanum“ – Guðmundur Guðmundsson lýrukassaleikari koma, segja frá hljóðfærinu og taka nokkur vel valin lög.
Öll velkomin. Verð kr. 2.500
Kjúklingabauna tagine

Fyrsti fjáröflunar­málsverður haustsins

By Fréttir, Viðburður
Septembermálsverður SHA verður í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudaginn 27. Þóra Kristín Þórsdóttir og Kolbeinn H. Stefánsson stýra pottum og pönnum.
Matseðill – marokkóskt þema:
  • Lambagúllas
  • Kjúklingabaunatagine
  • Brauð og kúskús
  • Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu mun Bony Man taka lagið og Hildur Hákonardóttir myndlistarkona mun segja frá pólitískri list sinni, en hún vann á sínum tíma fjölda áhugaverðra verka tengd friðar- og jafnréttisbaráttunni.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.