Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar SHA verður haldinn í Friðarhúsi þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 20. Samkvæmt lögum eru fundir miðnefndar opinr öllum félagsmönnum.
Félagar í MFÍK munu sjá um matseldina í næsta fjáröflunarmálsverði Friðarhúss föstudaginn 27. mars n.k. að alkunnri snilld. Matseðillinn verður sem hér segir:
* Chili con carne
* Chili sin carne, fyrir grænmetisætur
* Salat og brauð
* Kaffi og eftirréttur að hætti Sigrúnar Gunnlaugsdóttur
Að borðhaldi loknu mun Kristín Ómarsdóttir lesa úr glænýrri skáldsögu sinni, Flækingnum. Sagan segir frá utangarðsfólki í Reykjavík og hefur fengið frábæra dóma.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.000. Allir velkomnir.
Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því haldinn í kvöld, miðvikudagskvöld og hefst kl. 20 í Friðarhúsi. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf einvörðungu, en erindi þau sem ætlunin var að halda á laugardag bíða betri tíma.
Recent Comments