Skip to main content

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

By Uncategorized

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru að sjálfsögðu verk höfunda sinna og þurfa ekki endilega að endurspegla stefnu vefritsins eða Samtaka hernaðarandstæðinga.

Þátttaka Íslands í refsiaðgerðum Vesturveldanna gegn Rússum hefur verið heitt umræðuefn undanfarið, skiljanlega þar sem viðskiptabannið kemur hart niður á Íslandi, bæði útflytjendum og ýmsum byggðarlögum. Fjölmiðlarnir lýsa málinu sem svo að þar takist á viðskiptahagsmunir (LÍÚ) og hins vegar prinsipp eða siðferðissjónarmið (Gunnar Bragi). Þorsteinn Pálsson segir reyndar að hagsmunamat og siðferðismat fari saman, við græðum til lengdar á að standa með „okkar bandamönnum“. Mjög fáar raddir draga í efa að refsiaðgerðir Vestursins séu réttmætar.

Read More

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

By Uncategorized

illugiEftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld.

Samtök hernaðarandstæðinga fagna ummælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra á Alþingi í dag um skaðsemi kjarnorkuvopna. Samtökin taka öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni gegn þessum skaðlegu vopnum opnum örmum. SHA hvetja menntamálaráðherra til að kynna sér enn betur stefnu og starfsemi samtakanna. Samtökin vilja jafnframt minna ráðherrann á að ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina staðið gegn tillögum um kjarnorkuafvopnun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn hans styður einnig aðild að hernaðarbandalaginu Nató sem byggir grundvöll sinn á kjarnorkuvopnum auk þess sem bandalagið er óumdeilanlega samansafn opinberra starfsmanna.