Skip to main content

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

By Uncategorized

illugiEftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld.

Samtök hernaðarandstæðinga fagna ummælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra á Alþingi í dag um skaðsemi kjarnorkuvopna. Samtökin taka öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni gegn þessum skaðlegu vopnum opnum örmum. SHA hvetja menntamálaráðherra til að kynna sér enn betur stefnu og starfsemi samtakanna. Samtökin vilja jafnframt minna ráðherrann á að ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina staðið gegn tillögum um kjarnorkuafvopnun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn hans styður einnig aðild að hernaðarbandalaginu Nató sem byggir grundvöll sinn á kjarnorkuvopnum auk þess sem bandalagið er óumdeilanlega samansafn opinberra starfsmanna. 

Friðargöngur á Þorláksmessu

By Uncategorized
Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Gengið er með frá Hlemmi á slaginu kl. 18 með kerti í hönd til að leggja áherslu á kröfuna um frið í heiminum. Í göngulok er fundur á Austurvelli þar sem Andri Snær Magnason rithöfundur flytur ávarp. Fundarstjóri er Tinna Önnudóttir Þorvalds leikkona.
Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngja í göngunni og í lok fundar. Umsjón er að venju í höndum samstarfshóps friðarhreyfinga.
* * *
Á Akureyri verður að venju safnast saman fyrir framan Samkomuhúsið kl 20.00 á Þorláksmessu og ganga saman niður á Ráðhústorg. Þar mun hann Hrafnkell Brynjarsson háskólanemi flytja ávarp og svo munu þær systur Eik Haraldsdóttir og Una Haraldsdóttir taka lagið. Allir velkomnir.
* * *
Á Ísafirði hefst gangan kl. 18. Lúðrasveitin spilar, Eiríkur Örn Norðdahl flytur erindi og Andrea Harðardóttir les ljóð.