Fornleifafræðingar í Kenýa hafa fundið á 10 þúsund ára gröf með líkum manna sem bera þess augljós merki að hafa verið drepnir í hernaði. Um málið er meðal annars fjallað í þessari grein í The Washington Post. Fundurinn bendir til að saga skipulags hernaðar sé enn eldri en margir höfðu talið, en ýmsir hafa viljað tengja upphaf herja og hermennsku til þess tíma þegar menn tóku sér fasta búsetu og fóru að skipuleggja samfélög sín í þorpum og síðar stærri ríkjum.
Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru að sjálfsögðu verk höfunda sinna og þurfa ekki endilega að endurspegla stefnu vefritsins eða Samtaka hernaðarandstæðinga.
Þátttaka Íslands í refsiaðgerðum Vesturveldanna gegn Rússum hefur verið heitt umræðuefn undanfarið, skiljanlega þar sem viðskiptabannið kemur hart niður á Íslandi, bæði útflytjendum og ýmsum byggðarlögum. Fjölmiðlarnir lýsa málinu sem svo að þar takist á viðskiptahagsmunir (LÍÚ) og hins vegar prinsipp eða siðferðissjónarmið (Gunnar Bragi). Þorsteinn Pálsson segir reyndar að hagsmunamat og siðferðismat fari saman, við græðum til lengdar á að standa með „okkar bandamönnum“. Mjög fáar raddir draga í efa að refsiaðgerðir Vestursins séu réttmætar.
Recent Comments