SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og gangandi geta spreytt sig í skemmtilegri spurningakeppni. Fyrirmyndin er svokallað “pub-quiz” breskra öldurhúsa. Skemmtilegar spurningar og léttar veitingar á vægu verði. Látið ykkur ekki missa á spurningakeppni friðarsinnan frá kl. 16-18.
Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og stofnkostnaði húsnæðisins. Boðið verður upp á góðan mat á kostakjörum, 1.000 kr. skammturinn og léttar veitingar á vægu verði. Föstudagskvöldið 25. nóvember verður boðið upp á heita og kalda sjávarrétti fyrir gesti og gangandi. Húsið opnar kl. 19. Allir velkomnir.
Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á þessum vettvangi. Þar verður boðið upp á kalda og heita sjávarrétti fyrir einungis 1.000 krónur.
Byrjað verður að framreiða matinn kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.
Meðan á borðhaldi stendur geta friðarsinnar hlustað á félaga í Nýhil-hópnum flytja ljóð.
Léttar veitingar á vægu verði. Allir velkomnir.
Friðarhús er í útláni í dag, miðvikudag.
Recent Comments