Spurningakeppni friðarsinnans

By Uncategorized

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og gangandi geta spreytt sig í skemmtilegri spurningakeppni. Fyrirmyndin er svokallað “pub-quiz” breskra öldurhúsa. Skemmtilegar spurningar og léttar veitingar á vægu verði. Látið ykkur ekki missa á spurningakeppni friðarsinnan frá kl. 16-18.

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

By Uncategorized

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og stofnkostnaði húsnæðisins. Boðið verður upp á góðan mat á kostakjörum, 1.000 kr. skammturinn og léttar veitingar á vægu verði. Föstudagskvöldið 25. nóvember verður boðið upp á heita og kalda sjávarrétti fyrir gesti og gangandi. Húsið opnar kl. 19. Allir velkomnir.

Ljóðakryddað sjávarfang

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á þessum vettvangi. Þar verður boðið upp á kalda og heita sjávarrétti fyrir einungis 1.000 krónur.

Byrjað verður að framreiða matinn kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

Meðan á borðhaldi stendur geta friðarsinnar hlustað á félaga í Nýhil-hópnum flytja ljóð.

Léttar veitingar á vægu verði. Allir velkomnir.