Skip to main content

Íslendingar hafni pyntingum

By Uncategorized

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, CIA, fái að millilenda á Íslandi með fanga sem verið er að flytja í leynilegar fangabúðir eða til ríkja þar sem fangar eru pyntaðir. Þess er krafist að íslensk stjórnvöld geri viðeigandi ráðstafanir til að útiloka að land og lofthelgi Íslands séu misnotuð til slíkra verka og til annarra brota á þjóðarrétti.
Samtökin benda á að Bandaríkin brjóta með kerfisbundnum hætti réttindi fanga og alþjóðarétt. Ísland á að segja sig úr samtökum sem lúta forystu lögbrjóta og pyntingarmeistara.

Ályktun um brottför hersins

By Uncategorized

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að segja beri upp hinum svokallaða “varnarsamningi” Íslands og Bandaríkjanna og að herstöðinni á Miðnesheiði skuli lokað tafarlaust.

Ályktun gegn stríðsæsingum

By Uncategorized

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð gegn Afganistan og gegn Írak. Fjöldamorðin voru einnig notuð til að réttlæta skerðingu á mannréttindum almennra borgara, pyntingar og langvarandi varðhald á föngum án dóms og laga, og stóraukin vígbúnað. Engar sannanir voru lagðar fram um tengsl Afgana eða Íraka við fjöldamorðin 11. september 2001.

Nú hóta Bandaríkin að beita valdi gegn Sýrlandi og Íran eða beita viðskiptalegum þvingunum gegn almenningi þessara landa. Samtök herstöðvaandstæðinga fordæma hótanir Bandaríkjastjórnar gegn Sýrlandi og Íran og vara við nýjum lygum til að réttlæta ofbeldi gegn þessum löndum og íbúum þeirra. Samtök herstöðvaandstæðinga krefjast þess að íslensk stjórnvöld leggi fram þær sannanir um ábyrgð Afgana á fjöldamorðunum 11. september 2001, sem þau lögðu til grundvallar ákvörðun sinni að styðja árásir gegn þessu landi.

Ungrót í Friðarhúsi

By Uncategorized

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember munu Ungrótar-liðar sækja heim Friðarhús og fá fræðslu um starfsemi og baráttumál SHA.