Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst kl. 16. Sem fyrr er boðið upp á þrjá spurningapakka og keppt með klassísku “pub-quiz”-fyrirkomulagi, þar sem keppt er í tveggja manna liðum.
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Dagskrá kynnt síðar.
Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að sitja vaktina, heitt á könnunni og von á líflegum samræðum.
Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að sitja vaktina, heitt á könnunni og von á líflegum samræðum.
Recent Comments