Skip to main content

Friðarganga á Akureyri – réttur tími

By Uncategorized

AkureyriRanghermt var í frétt hér á Friðarvefnum að Þorláksgangan á Akureyri hæfist kl. 22. Hið rétta er að hún hefst kl. 20.

Þetta er fimmta Þorláksgangan í röð á Akureyri. Sú fyrsta var farin 2002 í aðdraganda Íraksstríðsins. Síðan hafa aðstæður ekki breyst eða batnað. Stríð þetta stendur enn og síst dregur úr mannfalli. Ísland er enn í stríðsliðinu.

Kjörorð okkar eru hin sömu:
– Frið í Írak!
– Burt með árásar- og hernámsöflin!
– Enga aðild Íslands að stríði og hernámi!

Gengið er frá Menntaskólanum.

Ávarp flytur Margrét Heinreksdóttir, lögfæðingur.

Kór Akureyrarkirkju syngur.

Friðarganga á Akureyri

By Uncategorized

Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur flytur ávarp og kór Akureyrarkirkju syngur.

Friðarganga á Ísafirði

By Uncategorized

KirkjaFriðarganga verður að venju á Ísafirði á Þorláksmessu. Gangan hefst kl. 18, líkt og í Reykjavík en safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju klukkan 17:45. Þaðan verður haldið niður á Silfurtorg þar sem verður stutt dagskrá, sem samanstendur af tónlist, ljóðalestri og friðarhugleiðingum. Ræðumaður dagsins verður Hörður Högnason hjúkrunarforstjóri og formaður Rauðakrossdeildar Ísafjarðar.

Friðarkerti verða til sölu við kirkjuna og í göngunni.

Jólagjöf friðarsinnans

By Uncategorized

PakkiFriðarsinnar eru upp til hópa nægjusamt fólk sem ekki gengur svo glatt græðginni og lífsgæðakapphlaupinu á vald. Þetta er að flestu leyti góður eiginleiki, nema þegar kemur að því að kaupa gjafir handa þessu fólki. Hvað gefur maður eiginlega fólki sem á allt eða þykist í það minnsta ekki skorta neitt?

Lausnin er fundin. Hlutabréf í Friðarhúsi er snjöll og góð lausn. Ef eftir því er óskað má fá smekklega útprentuð hlutaskírteini í Friðarhúsi, innplöstuð og tilbúin til að fara upp á vegg.

Verð á hverjum hlut í Friðarhúsi er 10.000 krónur. Áhugasamir gera haft samband við Sigurð Flosason, gjaldkera í s. 554-0900; sent tölvupóst á sha@fridur.is eða lagt beint inn á reikn. 0130-26-2530, kt. 600404-2530. Æskilegt er þó að senda tölvupóst til að taka fram á hvern bréfið skuli stílað.

Friðarhús SHA ehf.