Skip to main content

Tilvitnun dagsins

By Uncategorized

Guantanamó „Ég hef margsagt það í ræðustól á þessu þingi: Íslensk stjórnvöld fordæma ólöglega meðferð á föngum eða pyndingar á föngum. Það gera allar vestrænar siðaðar þjóðir. Það gerir Bandaríkjaþing og Bandaríkjastjórn.“

Geir H. Haarde utanríkisráðherra á Alþingi 26. janúar 2006. Tilvitnunin er birt með þeim fyrirvara að textinn er enn óyfirlesinn á vef Alþingis.

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

By Uncategorized

KokkurFjáröflunarmálsverðirnir í Friðarhúsi, sem að jafnaði eru haldnir fjórða föstudag í mánuði, hafa rækilega slegið í gegn. Síðast var troðfullt hús og frábær stemning langt fram eftir kvöldi.

Næstkomandi föstudagskvöld, 27. janúar, verður á ný blásið til málsverðar. Á matseðlinum er linsulauksúpa, indverskur pottréttur með friðarívafi og nýbakað brauð – en þessar krásir eru í boði fyrir litlar 1.000 krónur. Auk léttra veitinga á vægu verði.

Meðan á borðhaldi stendur, munu ungskáld láta ljós sitt skína. Matarveislan hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Allir velkomnir og um að gera að taka með sér gesti!