Skip to main content

“Gekk ég yfir sjó og land…” – Frásagnir frá Bamako og Caracas

By Uncategorized

427175377EUHtYW phFyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako í Malí og Caracas í Venesúela. Þótt um langan veg væri að fara sóttu nokkrir Íslendingar þessi þing, ásamt fjölda fólks úr frjálsum félagasamtökum víðs vegar úr heiminum.

Fimmtudagskvöldið 16. febrúar efna Samtök herstöðvaandstæðinga til fundar þar sem þrír ferðalangar segja frá ferðum sínum á samfélagsþingin í Venesúela og Malí. Þau eru:

* Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður
* Alistair Ingi Gretarsson, nemi í alþjóðasamskiptum
* Viðar Þorsteinsson, heimspekingur

Fundarstjóri verður Einar Ólafsson, ritstjóri Friðarvefsins.

Fundurinn hefst. kl. 20 í Friðarhúsi.

Allir velkomnir.

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

By Uncategorized

Bring the Troops Home Now Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á vefsíðu The Troops Out Now Coalition (TONC) í Bandaríkjunum má finna lista yfir fyrirhugaðar aðgerðir í 21 fylki í Bandaríkjunum og 17 öðrum löndum (sjá hér). Á vefsíðu United for Peace and Justice í Bandaríkjunum er listi yfir 60 staði í Bandaríkjunum þar sem aðgerðir hafa verið auglýstar, sjá hér. Eflaust er þetta einungis brot af öllum þeim aðgerðum sem eru í undirbúningi, enda eru enn 5 vikur til stefnu og stöðugt bætast við nýir staðir.

Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum), sem er nýlega lokið í Bamako í Malí og Caracas í Venesúela, hafa hvatt til aðgerða þessa daga um allan heim og sömuleiðis hefur undirbúningsfundur fyrir Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum), sem verður í Aþenu 4.-7. maí næstkomandi, hvatt til aðgerða hvarvetna í Evrópu. Þessar ályktanir má nálgast á ofangreindri vefsíðu The Troops Out Now Coalition.

Eins og fram hefur komið eru Samtök herstöðvaandstæðinga að undirbúa aðgerðir í Reykjavík 18. mars. Við hvetjum friðarsinna og andstæðinga Íraksstríðsins til að fylgjast með undirbúningnum og taka þátt í honum. Þeir sem vilja fá boð um undirbúningsfundi geta haft samband við formann SHA, Stefán Pálsson, í síma 551-2592 eða 617-6790 eða gegnum netfangið stefan.palsson@or.is.

Aðalfundur MFÍK 2006

By Uncategorized

MFIK Frá MFÍK

Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 (á horni Snorrabrautar).

Dagskrá:

• skýrsla formanns,
• ársreikningar lagðir fram,
• tillögur að lagabreytingum,
• stjórnarkjör,
• önnur mál.

Fjölmennum og tökum með okkur gesti.