Skip to main content

Divided States of America – Grandrokk 16. mars

By Uncategorized

Laibach Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd um hljómsveitina á Grand Rokk á fimmtudagskvöldið kemur, 16. mars.

DIVIDED STATES OF AMERICA

Myndin heitir ,,Divided States of America” – Hin sundruðu ríki Ameríku – og fylgir Laibach á ferð um 15 borgir í Bandaríkjunum fyrir tveimur arum. Stór hluti myndarinnar fer raunar í að sundurgreina bandarískt samfélag, hugsunarhátt, hernaðarhyggju, atburðina 11. september o. fl. Þar er fjöldi viðtala við bandaríska aðdáendur hljómsveitarinnarsem eyða drjúgum hluta myndarinnar í að skilgreina sitt eigið samfélag, kosti þess og galla.Í myndinn kemur skýrt fram að Laibach telja sig greina í Bandaríkjunum dagsins í dagsterkar tilhneigingar til alræðis.

Hljómsveitin og leikstjórinn sjá mörg teikn um daður við lögregluríki í okkar vestræna fyrirmyndarþjóðfélagi. Í myndinni eru harkalegar yfirlýsingar Laibach um Rómarveldi nútímans – hina gjörsamlega ábyrgðarlausu untanríkisstefnu Bandaríkjanna í dag og nýju íhaldsmannanna þar, sem virðast á góðri leið með að leggja heiminn undir sig án þess að nokkur þjóðríki eða alþjóðastofnanir fái rönd við reist.Laibach þekkja tilhneigingar stjórnvalda til ofríkis og daður við lögreglueftirlit vegna þess að hljómsveitin hefur verið bönnuð oftar en nokkur önnur.

Ljóðskáldið Peter Mlakar, sem gjarnan fylgir Laibach á hljómleikum, heldur þrumandi ræðu í myndinni, þar sem hann segir m. a. :

,,Því hærra sem turnarnir rísa, því lægra sekkur siðferðið.”[,,The higher the towers, the lower the morals ..” – Peter Mlakar, 2004]

upplýsingar: http://traffik.is/laibach

Norðurlandsdeild SHA fundar

By Uncategorized

AkureyriNorðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn 18. mars, kl. 16.30. Þess verður minnst að um þessa helgi (19. mars) eru 3 ár liðin síðan innrásarstríðið í Írak hófst enda verða á laugardag alþjóðlegar aðgerðir gegn innrásar- og hernámsöflunum.

Fundurinn á Kaffi Amor er þó ekki opinn öllum, heldur innri fundur í Norðurlandsdeilder SHA. Allir sem vilja vera félagar í SHA eru hvattir til að mæta. Kosin verður ný stjórn deildarinnar og rætt um verkefni og baráttumál.

Stjórn Norðurlandsdeildar SHA

Íraksdagar í Friðarhúsi – þriðjudagur & miðvikudagur

By Uncategorized

Þriðjudagskvöldið 14. mars mun Dagur Þorleifsson fjalla um þá ólíku trúarhópa og þjóðflokka sem byggja Írak og reyna varpa ljósi á orsakir deilna milli einstakra hópa.

Miðvikudagskvöldið 15. mars verður sýnd heimildarmynd sem nefnist Uncovered – The War on Iraq og varpar ljósi á margt gruggugt í aðdraganda Íraksstríðsins.

Báða daga hefst dagskráin kl. 20. Allir velkomnir.
Sjá nánar hér.