Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.
„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á hann [þ.e. Geir Haarde, utanríkisráðherra] né aðra ráðherra í ríkisstjórninni, að við völdin í Washington sitja nú stórhættulegir stríðsmangarar, menn sem ekki einu sinni útiloka að beita kjarnorkuvopnum gegn öðrum ríkjum!“ Hann vitnar síðan í nýlega grein í New Yorker þar sem staðhæft er að í hernaðaráformum Bandaríkjastjórnar gegn Íran sé þeim möguleika haldið opnum að varpa kjarnorkusprengjum á Íran. Ljóst er að Bandaríkjamenn hafa verið að þróa nýjar tegundir kjarnorkuvopna, „smásprengjur“ (svo sem 2/3 af styrk Hírósíma-sprengjunnar) sem eru t.d. taldar henta í átökum við ríki eins og Íran og kom jafnvel til álita að nota þær við innrásina í Írak.
Um það hefur m.a. Michel Chossudovsky, prófessor við Háskólann í Ottawa, fjallað nýlega í tveimur greinum á vefnum GlobalResearch.ca.
Friðarhús er í útláni v. einkafundar.
Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. Hann veltir fyrir sér hvort íslenska friðargæslan sé í raun íslenskur her og skoðar meðal annars titla og tignarmerki auk ljósmynda á vefsíðunni http://www.freerepublic.com/~leifur/, en þaðan er myndin tekin sem hér fylgir. Undir lok greinar sinnar segir Jón: „Nú kann vel að vera að enn sé litið svo á að Íslendingar séu herlaus þjóð, en það verður æ erfiðara að fella það að staðreyndum. Getur herlaus þjóð sent majora, kapteina, korporála og ofursta til fjarlægra landa? “
Grein Jóns má lesa hér:
http://kistan.is/efni.asp?n=4630&f=4&u=98
Recent Comments