Skip to main content
Kjúklinga satay

Maímálsverður

By Viðburður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis verður þó gætt á viðburðinum.

Geir Guðjónsson og Þórhildur Heimisdóttir elda. Geir sinnir kjötætum en Þórhildur grænkerum.

Matseðill:
* Satay kjúklingur með ofnsteiktum sætum kartöflum og gulrótum
* Dahlalæða- linsubaunaréttur, með nýju grilluðu grænmeti og kjúklingabaunum. Sætkartöfluflatkökur og hrísgrjón
* Kaffi og konfekt

Karl Ágúst Úflsson rithöfundur mun lesa að borðhaldi loknu.

Sest verður að snæðingi kl. 19:00. Verð kr. 2.000. Öll velkomin.

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

By Viðburður
Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og átakasvæði í Miðausturlöndum miðvikudaginn 20. maí kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Þótt fréttastofur heimsins hugsi vart um annað en Covid-19 faraldurinn heldur Jörðin áfram að snúast. Dregið hefur til tíðinda allt frá Líbýu í vestri til Írans í austri, á Arabíuskaga, Sýrlandi, Írak og Ísrael.

Hvað hefur gerst á meðan Evrópubúar hættu að horfa? Eru stríðin í þessum heimshluta í rénum eða eru ný að gjósa upp?

Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður og sérfræðingur í alþjóðamálum fer yfir stöðu mála og svarar spurningum. Öll velkomin á meðan húsrúm og fyrirmæli sóttvarnarlæknis leyfa.

Herskip

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

By Ályktun, Í brennidepli
Herskip

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á hendur forseta Venesúela fyrir eiturlyfjasmygl. 15 milljónir bandaríkjadala voru settar til höfuðs forsetanum og liðsflutningarnir á svæðinu eru þeir mestu síðan 1989 þegar Bandaríkin réðust inn í Panama. Efnahagsþvinganir og valdaránstilraunir hafa ekki náð fram markmiðum Bandaríkjastjórnar í Venesúela svo að nú er stríðið gegn eiturlyfjum notað sem skálkaskjól. Það hefur lengi verið afsökun fyrir íhlutunum og hernaðarafskiptum Bandaríkjanna á svæðinu en samt er það bandalagsríkið Kólumbía sem er ábyrgt fyrir mestum útflutningi eiturlyfja.

Það er sérstaklega óábyrgt að standa í svona hernaðarbrölti í miðjum heimsfaraldri þegar ætti þvert á móti að draga úr spennu og slaka á viðskiptaþvingunum til að hægt sé að senda nauðsynleg hjálpargögn og grípa til viðeigandi ráðstafanna. Þetta á ekki bara við um fórnarlömb Bandarískra íhlutana heldur Bandaríkin og bandalagsríki þeirra sjálf sem eru hvað verst leikin af Covid-faraldrinum. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hvatti um daginn til vopnahlés á öllum stríðssvæðum þar sem farsóttir geta bætt gráu ofan á svart. Það er því óðs manns æði að kynda enn frekar undir ófriði í heiminum með vopnaskaki í Karabíska hafinu.

Miðnefnd samtaka hernaðarandstæðinga samþykkti því að skrifa undir opið bréf belgísku friðarsamtakanna Agir Pour La Paix til evrópskra stjórnvalda um að beita sér gegn þessum aðgerðum og einbeita sér frekar að því að styrkja þá innviði sem þarf til að ná tökum á faraldrinum.

Martyn Lowe

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

By Viðburður
Martyn Lowe

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í Bretlandi og víðar. Sumir áttu meira að segja náin kynni við konur innan samtakanna á meðan. Hér á Íslandi njósnaði Mark Kennedy/Stone um mótmælendur gegn Kárahnjúkavirkjun.

Aðfarir þeirra voru afhjúpaðar af meðlimum Greenpeace í Lundúnum og eru nú til rannsóknar. Kona sem átti í sambandi við Kennedy í Bretlandi falast nú eftir upplýsingum um starf hans á Íslandi.

Martyn Lowe sem tók þátt í starfi Greenpeace á meðan að minnsta kosti tveir lögreglunjósnarar störfuðu innan samtakanna er staddur á Íslandi. Hann er einn af 200 lykilmönnum í þessari rannsókn og hann mun tala um hana og lögreglunjósnara á fundinum.