Skip to main content

Nýtt nafn – sömu góðu samtökin

By Uncategorized

fridardufaLandsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, sunnudag. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum og fjöldi ályktanna samþykktur. Niðurstöður fundarins verða kynntar rækilega á þessum vettvangi á næstunni.

Meðal markverðustu tíðinda má nefna að samþykkt var samhljóða að breyta nafni félagsins. Hið nýja heiti er Samtök hernaðarandstæðinga.

Góður rómur var gerður að nýja nafninu, sem talið er venjast vel og endurspegla prýðilega starf samtakanna og áherslur þeirra.

SHA heldur á fund Sýslumanns

By Uncategorized

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

.LogreglustjarnaKlukkan 14 í dag, föstudag, munu fulltrúar Samtaka herstöðvaandstæðinga mæta á fund Sýslumannsins í Reykjavík, Skógarhlíð 6, til að fara fram á lögbann á för íslenskra ráðherra á fund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Riga í næstu viku.

Ætla má að á ráðherrafundi þessum verði rætt um skipulag hernaðaraðgerða NATO í Afghanistan, en það er rökstutt mat SHA að hernaðurinn þar í landi stangist á við alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist og undirstöðu almennra mannréttinda, réttinn til lífs, sem tryggður er í íslensku stjórnarskránni.

Lögbannsbeiðnin er rökstudd með vísunum í alþjóðlega mannréttindasáttmála, íslensk lög, dómafordæmi frá hinum Norðurlöndunum og álitsgerð virtra mannréttindasamtaka. Það er von SHA að orðið verði greiðlega við þessari beiðni og þannig komið í veg fyrir þátttöku íslenskra ráðamanna í fundi þar sem ætla má að lagt verði á ráðin um lögbrot

Lögbannsbeiðni (pdf skjal)