Skip to main content

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

By Uncategorized

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA var haldinn fimmtudaginn 30. nóvember. Rætt var um landsráðstefnu SHA og niðurstöðu hennar, einkum nafnabreytingu, og nálæg verkefni deildarinnar.

Óánægja kom fram með nafnið Samtök hernaðarandstæðinga sem mönnum þykir bera í sér pasifíska afstöðu. Leiðari síðasta Dagfara er skrifaður undir sömu merkjum. Mælist þetta illa fyrir þegar framganga heimsvaldastefnunnar nú um stundir er eins og raun ber vitni sem gefur ástæðu til að skerpa frekar pólitískan (ekki flokkspólitískan) prófíl baráttunnar gegn yfirgangs- og hernaðaröflum okkar daga. Þrír meðlimir deildarinnar sögðu sig úr SHA vegna þessa. Má segja að nærri hafi legið að starf á vegum SHA legðist af fyrir norðan, þótt allir telji málefnin brýn. Það varð þó ekki niðurstaða fundarins heldur fóru fram tilnefningar í stjórn.

Í stjórn Norðurlandsdeildar SHA sitja nú þessir:

Þórarinn Hjartarson formaður, Spítalavegi 17 Akureyri,
thjartar@internet.is
Hallur Gunnarsson, Ásvegi 21 Akureyri,
hallur@thekking.is
Jósep B. Helgason, Hafnarstræti 35, Akureyri

Næsta verkefni samtakanna er að undirbúa Þorláksgönguna Blysför gegn stríði sem gengin hefur verið reglulega á Akureyri síðan jólin 2002.

ÞH

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

By Uncategorized

KokkurFjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa slegið í gegn og að þessu sinni verður efnt til veislu á fullveldisdaginn, föstudaginn 1. desember.

Boðið er upp á jólahlaðborð með glæsilegum matseðli:

Matseðill:
Heimalöguð sænsk jólaskinka með karöflusalti,
gulrótar-appelsínusalati
og sinnepssósu
Heimagerð lifrakæfa (verður borin fram heit)
og heimagert rúgbrauð að hætti Systu
Karrýsíld
Bananasíld

Listakonan Alexandra Kjuregej mun koma fram á skemmtuninni.

Kræsingarnar kosta einungis 1.500 krónur. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr að venju.

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

By Uncategorized

AkureyriAðalfundur Norðurlandsdeildar SHA verður haldinn n.k. fimmtudag í Barnaskólanum á Brekkunni (“Rósenborg”) kl. 20. Í fundarboði kemur fram að rætt verði vítt og breytt um stöðu SHA í ljósi nýrra aðstæðna í hermálinu og þróun alþjóðamála. Ný stjórn verður skipuð og næstu skref ákveðin.