Skip to main content

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

By Uncategorized

8mars 01 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.

Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17
í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Virkjum kraft kvenna.

Fundarstjóri: Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM

Harpa Njálsdóttir, félagsfræðingur
Hvað þarf til að rétta hlut fátækra kvenna?

Ezter Toth, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna
Friður og jafnrétti á heimilum.

Halldóra Malín Pétursdóttir, leikkona – atriði úr einleiknum “Power of Love”.

Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands
Jöfnun tækifæra.

Gunnar Hersveinn, heimspekingur
Friðarmenning.

Tónlist:
Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari

María Kristjánsdóttir, leikstjóri
Frelsi til að vera fátækur.

Pálína Björk Matthíasdóttir
Starf Grameen bankans í þágu fátækra kvenna.

Ljóðalestur:
Guðrún Hannesdóttir, handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör 2007.

María S. Gunnarsdóttir, form. Menningar- og friðarsamtaka MFÍK
Jöfnuður – jafnrétti – jafnræði.

Harpa Stefánsdóttir og Ármann Hákon Gunnarsson sýna ljósmyndir í salnum.

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Amnesty International, Bandalag háskólamanna, BSRB, Félag ísl.hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök hernaðarandstæðinga, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtök um kvennaathvarf, SFR – Stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, STRV – Starfsmannafélag Reykajvíkurborgar, Stéttarfélag ísl. félgasráðgjafa, Upplýsing – fél. bókasafns- og upplýsingafræðinga, Þroskaþjálfafélag Íslands.

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

By Uncategorized

8mars 01 8. mars, fimmtudagur.
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17.

24Febpicture 19. mars, mánudagur. Baráttufundur gegn stríðinu í Írak í Austurbæ kl. 20. Ýmiskonar aðgerðir gegn stríðrekstri og hernámi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak verða víða um heim helgina 17-18 mars og dagana á eftir, en innrásin í Írak hófst aðfararnótt 20. mars 2003.

Í Bandaríkjunum hafa stærstu friðarhreyfingarnar, United for Peace and Justice og A.N.S.W.E.R. skipulagt aðgerðir. UPJ stendur fyrir aðgerðum víða um landið en A.N.S.W.E.R. skipuleggur mikla göngu að Pentagon.

Þá er stendur einnig til að virkja bloggara með friðarbloggi, sjá nánar: http://bluepyramid.org/peace/

Í London var mikil mótmælaganga síðastliðinn sunnudag sem beindist gegn stríðinu í Írak, áformum um innarás í Íran og endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi. Þriðjudaginn 20. mars verður síðan á vegum Stop the War Coalition svokallað alþýðuþing í London þar sem Íraksstríðið verður til umræðu.

nonato 30. mars munum minnast þess að þá verða 58 ár liðin frá inngöngu Íslands í NATO. Mikilvægi baráttunnar gegn NATO hefur ekkert minnkað þótt bandaríksi herinn sé farinn, þvertá móti, aldrei hefur NATO verið jafnárásargjarnt og óþverralegt stríðsbandalag og nú. Ísland úr NATO!