Skip to main content

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

By Uncategorized

filmstjerneRétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. 20:00. Þá verður sýnt safn mynda frá óeirðunum á Austurvelli árið 1949 auk úrvals mynda sem Samuel Kadorian, ljósmyndari bandaríska hersins tók hér á landi af landi og þjóð á stríðsárunum.

Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði, þriðjudaga kl. 20:00 og laugardaga kl. 16:00. Miðasala opnar ca. hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er kr. 500,-. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.kvikmyndasafn.is

Aðalfundi Friðarhúss lokið

By Uncategorized

427175377EUHtYW phAðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í Friðarhúsi, en heildarhlutafé er 5.840.000 kr. Er það dálaglegt ef haft er í huga að félagið var stofnað þrítugasta mars fyrir þremur árum, en hlutafjársöfnun hófst ekki af krafti fyrr en fyrir tveimur árum.

Góður andi var á fundinum og fékk stjórn félagsins lof fyrir eljusemi sína. Litlar breytingar urðu á stjórninni, en Freyr Rögnvaldsson vék úr stjórn fyrir Vésteini Valgarðssyni. Nýju stjórnina skipa því: Árni Hjartarson, Elvar Ástráðsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Flosason, Sverrir Jakobsson, Þórður Sveinsson (fulltrúi miðnefndar SHA) og Vésteinn Valgarðsson.