Skip to main content

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

By Uncategorized

Eftirfarandi ávörp voru afhent fulltrúum norskra, bandarískra, danskra og íslenskra stjórnvalda við mótmælaaðgerðir gegn heræfingum NATO 14.ágúst 2007:

Til norske myndigheter angående militærövelser i Island

Da den amerikanske hær ble fjernet fra Island høsten 2006 var det et skritt mot å fjerne all utenlandsk militærmakt fra landet. Det er uakseptabelt at en rekke land nå sender soldater til militære manøvre i Island.

Selvom den norske hær ikke er den blodigste, så kommer den nå til Island som en del av den globale militærmakt som truer freden i verden. NATO har blitt en stadig mer offensiv militærallianse. USA og NATO har í de siste årene drevet blodige kriger i Afganistan og Irak og USA er en imperialistisk militærmakt flekket av blod fra Vietnam, Mellom-Amerika, Afganistan, Irak og en rekke andre land og regioner over hele verden.

Vi ønsker fortsatt et godt samarbeide mellom Island og Norge, men vi ønsker ikke militære besøk fra Norge eller andre land. Vi sier nei til alle militære øvelser og alt militær nærvær på Island.

Reykjavik 14. 8. 2007
Samtök hernaðarandstæðinga

——————————

Message to the authorities of The United States of America

We sharply denounce the existing military maneuvers of the US and other armies in Iceland. Closing of the military base in Keflavik Airport last year was meant to open up for the end of US military activity in Iceland.

United States of America is the most brutal terrorist state of the world today responsible for the deaths of millions of people as well as causing unbelievable destruction and poverty in Iraq, Afghanistan and numerous other countries. The US ruling cliques are aiming to take control of the whole world in order to take over its wealth, along with savage oppression of its own people.

We say NO to any kind of military presence of the United States of America in Iceland.

Reykjavik 14. 8. 2007
Samtök hernaðarandstæðinga

——————————

Til danske myndigheder angående militærövelser i Island

Da den amerikanske hær blev fjernet fra Island efteråret 2006 var det et skridt mod at fjerne al udenlandsk militærmagt i landet. Det er uacceptabelt at en række lande nu sender soldater til militære manövre i Island.

Den danske hær har blodige hænder fra den ulovlige invasionskrig mod Irak som har kostet hundrede tusinder af menneskeliv, opløst al infrastruktur i landet og drevet millioner på flugt. På den måde har den danske hær bidraget til total forarmelse og elendighed af det irakiske folk og optrådt som folkefjendtlig faktor på den internationale arena. Den danske hærs tilstedeværelse er derfor ikke ønsket i Island.

Reykjavik 14. 8. 2007
Samtök hernaðarandstæðinga

——————————

Ávarp til íslenskra stjórnvalda – Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla heræfingum á Íslandi

Þegar bandaríski herinn yfirgaf Miðnesheiði síðastliðið haust var það skref í þá átt að losa landið við erlendan her á friðartímum. Það er því skref aftur á bak að bjóða þeim sama her og fleirum til heræfinga hér á landi. Ekki síst þegar öll þátttökuríkin hafa blóðugar hendur af glæpsamlegri innrás og stríði gegn Írak og Afghanistan. Þetta eru alröng skilaboð til umheimsins og þvert á nauðsynlegt uppgjör við ranga stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi Íraksstríðið.

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla heræfingunum og öllum erlendum hernaðarumsvifum í landinu og krefjast þess að þeim linni þegar í stað.

Reykjavík 14. 8. 2007
Samtök hernaðarandstæðinga

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

By Uncategorized

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á eftir:

Kæru félagar,

Yfirleitt er ánægjulegt að fara í gönguferðir um miðbæjarsvæðið á blíðviðrisdögum. Það þarf þó sérdeilis mikla Pollýönnu-lund til þess að finna eitthvað við tilefni gönguferðar okkar í dag sem talist getur gleðiefni.

Enn einu sinni eru haldnar hér heræfingar, æfingar sem klæddar eru í fallegan búning með fagurgala um það að við séum að „sýna hæfni okkar til að vinna saman“ eins og haft er eftir Thomas F. Hall aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Fréttablaðinu í dag.

Enn einu sinni er orðskrúð og áhersla á tæknileg útfærsluatriði notuð til að drepa umræðunni á dreyf. Fjöldi þyrlna og orustuþotna sem taka þátt í darraðadansinum eru tíunduð, sem og það hvernig loftbardagar – án byssuskota! – verða sviðsettir.

Allri umræðu er vísvitandi haldið á tæknilegum nótum en það að einskorða alla umfjöllun við tæknileg atriði og framkvæmd á tæknilegum hlutum losar einmitt ráðamenn að miklum hluta undan því að fjalla um þær beinu afleiðingar sem stríð og hernaður – sem eru einmitt þættir nátengdir heræfingum – hafa í för með sér. Eins og það að fólk sé drepið, heimili lögð í rúst og stoðkerfi samfélaga brotin niður.

Á þetta höfum við friðarsinnar bent áratugum saman – en alltaf skulu fylgismenn hernaðarhyggjunnar vera samir við sig og halda umræðunni fjarri hinum raunverulegu afleiðingum vígbúnaðarins .

Nú sem endranær mótmælum við þessu vopnabrölti og minnum á það að aðrar og heilbrigðari leiðir eru færar í alþjóðasamvinnu en þær að æfa um leið manndráp og limlestingar. Ef ráðamenn skortir hugmyndir um það hvernig best sé að bera að sig að í slíkum samskiptum erum við boðin og búin til ráðlegginga.

Kære amerikanske, nordiske og baltiske gæster. Vi Islendinger har lenge sagt med stolt at vi er en nation uden militær. Det beder vi jer om at respektere og holde jeres våben borte fra os. Vi vil gjerne arbejde sammen med jer, men kun i civile omgivelser og uden at træne på samme gang drab og vold mod andre mennesker. Hvis I ikke kan finde ud af det må vi venligst bede jer om at holde jer væk.

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

By Uncategorized

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á eftir:

Félagar.

Líklegastir til að deyja vofeiflega eru mafíumenn. Því nær sem þeir komast guðföðurnum að mannvirðingum og mikilvægi er harðar tekið á hvers konar yfirsjónum og því sem guðföðurnum þykir vafasamt. Og engin linkind viðgengst. Það er veikleikamerki. Eins er það í alþjóðamálunum þar sem stórveldin raða um sig stuðningsríkjum og stjórna þeim m.a. með ógninni um að þau hafi verra af ef þau fara út af sporinu.

Á tímabili kalda stríðsins var reynt að telja okkur trú um að Bandaríkin væru nánast náttúrulegur bandamaður okkar í hernaðar- og öryggismálum. Rökfærslur náðu sjaldnast lengra en svo að hinn möguleikinn væri sá að Sovétríkin næðu yfirráðum yfir landinu. Nú eru þau hins vegar ekki lengur til og enginn tekur alvarlega að Rússland ógni öryggi Íslands, né nokkurt annað ríki nema þá helst Bandaríkin. Bandaríkin hafa hins vegar átt þátt í hverju einasta stríði sem háð hefur verið eftir heimsstyrjöldina. Á þessu tímabili hafa Bandaríkin hins vegar aldrei haft réttlátan málstað í neinum átökum, en komið þeim flestum af stað eða kynt undir í því skyni að þenja út áhrifasvæði sín og sölsa undir sig auðlindir. Samt er haldið áfram að líta á það sem sjáfsagðan hlut að fylgja Bandaríkjunum að málum í einu og öllu jafnvel þó svo sé komið að flestum öðrum en ráðamönnum þessarar þjóðar er ljóst að stefna Bandaríkjanna fer lengra og lengra út í öfgar. Bandaríki Norður-Ameriku eru á alþjóðavettvangi hreinræktað glæpa- og hryðjuverkaríki sem er tilbúið til að leggja heilu samfélögin í rúst og fórna milljónum mannslífa til að freista þess að styrkja stöðu sína.

Viljum við taka þátt í þessu? Nei, við eigum ekki að velja okkur bandamenn eftir því hver ræður yfir mestum vígbúnaði og er því líklegastur til hernaðayfirburða. Við eigum að velja okkur bandamenn sem hafa viðleitni til frelsis, friðar, réttlætis og framfara fyrir alla. Ef slíkir bandamenn finnast ekki þá nær það bara ekki lengra og við verðum að treysta á okkur sjálf þar til breyting verður á. Við eigum ekki að láta þvinga okkur til undirgefni við guðföðurinn af því það sé líklegt til stundarþæginda. Margir hafa farið flatt á því.

Hvort Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún og samráðherrar þeirra eiga eftir að lenda í flokki með fyrrverandi vinum Bandaríkjanna ásamt Noriega, Saddam Hussein, Bin Laden og fleirum verður framtíðin að leiða í ljós en við segjum NEI við hvers konar hernaðarumsvifum Bandaríkjanna og annarra Natóþjóða á Íslandi.

Ræða frá heræfingamótmælum

By Uncategorized

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í dag, 14. ágúst. Ræðan birtist hér í heild sinni:

Kæru vinir,

gardarÉg sem ungur skattgreiðandi – skil ekki þörf íslenskra ráðamanna til að halda heræfingu á Íslandi. Það hefur margt verið sagt og skrifað, en það hefur enginn getað útskýrt fyrir mér af hverju við þurfum að halda flug og sérsveitaræfingu gegn hryðjuverkum.

Hverjar eru líkurnar á hryðjuverkum og hvað eru eiginlega hryðjuverk? Sumir íslenskir stjórnmálamenn hafa gengið svo langt að kalla náttúruverndaraðgerðasinna, sem hlekkja sig við vélar og stoppa umferð, hryðjuverkamenn!

Er það kannski tilgangur æfingarinnar? Að alþjóðlega NATO sérsveitin æfi sig í kringum virkjanir og álver landsins? Miði hríðskotabyssum á alla þá sem á einhvern hátt hlusta á Bob Marley eða minnast á Ghandi!

Hver er þeirra skilgreining á hryðjuverkamönnum? Finnst þeim virkilega náttúrverndaraðgerðasinnar vera hættulegri hryðjuverkamenn en þúsundir manna í herliði Bandaríkjanna sem hafa hlotið heimsfrægð fyrir pyntingar og dráp í Írak?

Erum við bara búin að gleyma Íraksstríðinu?

Þessi heræfing staðfestir pólítískt dugleysi ríkisstjórnarinnar – sem enn hefur ekki axlað ábyrgð á sínum þætti í Íraksstríðinu, þrátt fyrir stjórnarskiptin í vor. Engin hugfarsbreyting hefur orðið meðal íslenskra ráðamanna heldur virðist áframhaldandi stríðsrekstur vera framundan.

Enn fremur blöskrar mér þeir fjármunir sem reiddir eru fram án frekari umræðu eða málalengingar. 45 milljónir! Dýrasta Paintball mót Íslandssögunnar!
Hvaða skilaboð eru verið að senda til íslensku þjóðarinnar? Að það sé ekkert mál að reiða fram 45 milljónir fyrir eina heræfingu á sama tíma og framlög til mannréttindaskrifstofu Íslands eru lækkuð úr 8 milljónum í 2!

Það þykir mér undarleg forgangsröðun. Að setja “ósýnilega” hryðjuverkógn ofar mannréttindum.

Eftir situr hafsjór af ósvöruðum spurningum. Spurningar eins og hvernig eru hryðjuverk skilgreind? Eigum við að fórna mannréttindum til að berjast gegn þessari “hryðjuverkaógn”? Hver er staða mannréttinda á Íslandi? Og hvað í fjáranum borða þessir hermenn eiginlega?

Íslenska ríkið greiðir 45 milljónir fyrir uppihald og gistingu fyrir 300 hermenn, 150.000 krónur á mann í uppihald og gistingu! -Eru þessir menn að baða sig í rauðvíni og rjómaís tólf tíma á dag? Er hver einasta lúxussvíta á landinu uppbókuð, og búið að opna reikning á hótelbarnum?

Satt best að segja hljómar þetta meira eins og tilgangslaust ferðalag 300 hermanna á kostnað ríkisins og saklauss fólks víða um heim heldur en öryggisráðstöfun. Ekki beint hagstæður Túrismi.

Framlag okkar Íslendinga á ekki að snúast um hernaðarbrölt og óhjákvæmileg mannréttindabrot sem slíku fylgir. Það á að snúast um að efla mannréttindi og friðarumleitanir– styðja fórnarlömb árása og flóttafólk, óbreytta borgara.

Mikið vildi ég óska þess að ríkisstjórn Íslands tæki á málefnum stríðs, friðar og mannréttinda með reisn. Ríkisstjórn herlauss lands sem hefur svo margt fram að færa.