Skip to main content

Vantar óvin

By Uncategorized

sigflosason eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA

Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007

Við hvað er Ingibjörg Sólrún hrædd? Hún sem ekki hefur ennþá orðið sér úti um óvin fyrir Íslendinga.

Í Bréfi til Láru lýsir Þórbergur Þórðarson hræðslu á þessa leið:

„Fyrir nokkrum árum bjó ég í húsi sem stóð við fjölfarna götu. Ég hafði til íbúðar stóra stofu og lítið svefnherbergi…

Í þessari vistarveru var ég aldrei óhræddur um líf mitt…
Hræðsla mín við morðingja keyrði alveg um þverbak…

Einkum sótti hún að mér eftir að fór að skyggja af nóttu. Hún sat alls staðar fyrir mér. Hún óð að mér úr hverjum krók og kima. Hún hékk utan á hverjum ókunnum manni sem fyrir augu mín bar í myrkri. Hún læddist í sporin mín á götunni. Hún sat fyrir mér í dimmum göngum. Hún fól sig bak við ofninn. Hún lá í leyni undir rúminu. Hún sat fyrir mér undir legubekknum. Ég var hvergi óhultur.

En mestur stuggur stóð mér þó af gluggunum. Ég gekk aldrei uppréttur fyrir stofugluggana eftir að ég var búinn að kveikja ljós á kvöldin. Hvenær sem ég þurfti að fara fyrir annanhvorn gluggann skreið ég á fjórum fótum á gólfinu. Skrifborðið mitt stóð úti við vegginn á milli glugganna. Ég þorði aldrei fyrir mitt litla líf að sitja við það á kvöldin…

Þessvegna hnipraði ég mig saman við vinnu mína á dívansgarmi úti í horni og þó var það sannarlega ekki hættulaust. Meðan ég afklæddi mig sat ég flötum beinum á gólfinu undir skrifborðinu og skreið svo upp í rúmið með einstakri varúð.”

Vonandi á þessi lýsing ekki við ástand Ingibjargar Sólrúnar utanríkisráðherra, en hvað eiga menn að halda þegar hún vill eyða milljónatugum í heræfingar til að geta látið drepa óvininn ef við skyldum geta orðið okkur úti um hann?

Að æfa morðingjasveitir á Íslandi á kostnað skattgreiðenda vegna svona hysteríu á ekki að líðast. Það er nær að þeir sem eru haldnir henni, hvort sem þeir eru núverandi eða fyrrverandi utanríkisráðherrar eða aðrir, fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu.

Það kostar allavega minna.

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við þetta skapar hættu fyrir almenna flugumferð og þjónar engum hagnýtum tilgangi. Enn meiri hætta skapast síðan þegar NATO-ríkin senda herþotur sínar til móts við rússnesku þoturnar og fylgja þeim eftir í fluginu. Skemmst er að minnast að slík loftfimleikaæfing endaði með ósköpum fyrir nokkrum árum þegar bandarísk njósnaflugvél rétt undan ströndum Kína rakst á kínverska þotu sem hafði
verið send til að elta hana uppi.

Samtök hernaðarandstæðinga árétta andstöðu sína við umferð allra vígtóla í íslenskri lögsögu, hverrar þjóðar sem þau kunna að vera. Ferð rússnesku vélanna er dapurlegur endurómur frá tímum kalda stríðsins, en kemur því miður ekki á óvart enda virðast ráðamenn víða um lönd kappkosta að blása lífi í glæður þess. Má þar nefna þá viðleitni Bandaríkjastjórnar að koma
sér upp gagneldflaugakerfi og virðingarleysi stjórnvalda í Bandaríkjunum og Rússlandi gagnvart ýmsum afvopnunarsamningum. Þá má á það minna að hernaðarbandalagið NATO hefur á síðustu árum orðið sífellt árásargjarnara og uppivöðslusamara.

Íslenskum stjórnvöldum væri sæmst að vinna að framgöngu friðar á alþjóðavettvangi í stað þess að ríghalda í gamla heimsmynd. Síst af öllu eiga Íslendingar að hafa frumkvæði að heræfingum hér á landi, sem augljóslega munu leiða af sér enn tíðari ferðir herflugvéla hér við land –
boðinna jafnt sem óboðinna.

17. ágúst 2007

Fréttir um málið:
FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu 18.8.2007.
Rússneskar sprengjuflugvélar við Íslandsstrendur. Vísir, 17. ágú. 2007 18:30
Rússneskar vélar í íslenskri lofthelgi. mbl.is 17.8.2007 18:52
Rússar flugu upp að Íslandi í nótt. RÚV 17.08.2007 19:18
Rætt við sendiherra Rússa. Fréttablaðið, 18. ágú. 2007 05:45
Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþota við strendur Íslands. mbl.is 18.8.2007 10:54
Flugi Rússa mótmælt. Vísir, 18. ágú. 2007 11:02
Rússar í hringferð um landið. Vísir, 18. ágú. 2007 12:04
Tilkynning utanríkisráðuneytis varðandi flug rússneskra herflugvéla. mbl.is 18.8.2007 12:05
Ráðherra: Rússaflug braut ekki gegn Íslendingum. RÚV 18.08.2007 12:23
Flugi Rússa við strendur Íslands mótmælt. RÚV 18.08.2007 12:29
Óþarfi að búa til rússagrýlu. Vísir, 18. ágú. 2007 18:51

Umræður á blogginu:
http://eyjan.is/silfuregils/2007/08/18/herna%c3%b0arbrolt/
http://polites.blog.is/blog/polites/entry/289338/#comments
http://truflun.net/oligneisti/2007/08/18/er-egill-helgason-bila%c3%b0ur/
Ómar Ragnarsson: AFTUR KOMIÐ 1910?

Erill á Menningarnótt

By Uncategorized

Það verður nóg á seyði hjá SHA á Menningarnótt í Reykjavík:

427175377EUHtYW phKl. 16:30 verður efnt til róttæklingarölts um mótmælaslóðir í Reykjavík þar sem fjallað verður um sögufræg mótmæli og pólitískar aðgerðir síðustu ára og áratuga. Lagt verður af stað frá Iðnó, en af markverðum viðkomustöðum má nefna vettvang Þorláksmessuslagsins 1968 og staðinn þar sem Nixon mætti örlögum sínum. Sagnfróðir hernaðarandstæðingar og róttæklingar eru hvattir til að slást í för og grípa gjallarhornið þegar færi gefst!

Kl. 18 er reiknað með að sögugangan komi í Friðarhús, en um svipað leyti verður dýrindis grænmetissúpa reidd fram í boði SHA. (Kaffihús verður starfrækt í Friðarhúsi frá kl. 17 fyrir gesti og gangandi.)

Kl. 18:30 verður svo í fyrsta sinn sýnd opinberlega kvikmyndin “Réttvísin gegn RÚV”. Um er að ræða frumsýningu á upptöku sem gerð var í Háskólabíói vorið 1989, en þá var sett upp leikverk sem byggði á nýopinberuðum leyniskýrslum CIA um samskipti BNA við íslensk stjórnvöld. Hér er um að ræða einstaka sýningu, þar sem áhorfandinn þarf í sífellu að minna sig á að ekki er um að ræða skáldskap heldur endursögn á raunverulegum heimildum. EKKI MISSA AF ÞESSU!

Kaffihúsið í Friðarhúsi verður svo opið áfram fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir.

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

By Uncategorized

M  tm  li 4
Stefán Pálsson stjórnar aðgerðum við norska sendiráðið

M  tm  li 5
Stefán Pálsson tekur fram gjafir til Norðmanna: bangsa, leikfangabíl og fleira til að rísla sér við í stað heræfinga

M  tm  li 6
Norsk sjónvarpsfréttakona ræðir við Einar Ólafsson á leiðinni frá norska sendiráðinu til þess bandaríska, Páll Stefánsson ber borðann: MÓTMÆLUM HERÆFINGUM

M  tm  li 7
Þorvaldur Þorvaldsson flytur ávarp við bandaríska sendiráðið

M  tm  li 3
Birna Þórðardóttir breiðir úr ítalska friðarfánanum sínum við danska sendiráðið, Kolbrún Halldórsdóttir að baki með friðarmerki

M  tm  li 1
Frá danska sendiráðinu var gengið að stjórnarráðinu

M  tm  li 2
Stefán Pálsson ávarpar samkomuna við stjórnarráðið

Ljósmyndari: Harpa Stefánsdóttir

Blaðafréttir af mótmælunum