Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.
Íslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur í Reykjavík og á Akureyri og Ísafirði.
Reykjavík – friðarganga niður Laugaveginn
Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar áður en lagt verður af stað niður Laugaveginn.
Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri er Þorvaldur Þorvaldsson.
Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar.
Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega, því gangan leggur af stað stundvíslega.
Nánari upplýsingar veita: Steinunn Þóra Árnadóttir (s. 6902592/5512592) og Ingibjörg Haraldsdóttir (s. 8495273/5528653)
Akureyri – blysför í þágu friðar
Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi standa fyrir Blysför í þágu friðar á Akureyri á Þorláksmessu. Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti kl. 20.00 og út á Ráðhústorg.
Kjörorð eru þau sömu og undanfarin ár:
– Frið í Írak!
– Burt með árásar- og hernámsöflin!
– Enga aðild Íslands að stríði og hernámi!
Ávarp flytur Hannes Örn Blandon prófastur. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Ísafjörður – friðarganga frá Ísafjarðarkirkju
Gengið verður frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00 á Þorláksmessu. Á Silfurtorgi verður svo stutt dagskrá með tónlistaratriði, ljóðaflutningi og Anna Sigríður Ólafsdóttir flytur ávarp.
laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00
MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar)
Auður Ólafsdóttir
Afleggjarinn
Berglind Gunnarsdóttir
Tímavillt
Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir
Postulín
Guðrún Hannesdóttir
Fléttur
Halldóra Thoroddsen
Aukaverkanir
Ingibjörg Haraldsdóttir
Veruleiki draumanna
Ólöf P. Hraunfjörð kynnir
Sykurmolinn eftir Huldu Hraunfjörð Pétursdóttur
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Fjallvegir í Reykjavík
Aðventustemning – Kaffisala
Húsið opnar kl. 13:30 – Allir velkomnir.
Ágóði af kaffisölu rennur til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK
Pósthólf 279, 121 Reykjavík http://mfik.is
Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.
Recent Comments