Friðarhús er í útláni þennan dag.
Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.
Um þessar mundir eru sextíu ár frá stofnun hernaðarbandalagsins Nató. Að því tilefni munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir margháttaðri dagskrá þar sem áhersla verður lögð á kröfuna um að Ísland standi utan allra hernaðarbandalaga og að Nató verði lagt niður.
* Þriðjudagur 24. mars, kl. 20 í Friðarhúsi. Austurvallarmyndir – gamlar fréttamyndir frá atburðunum á Austurvelli 30.mars 1949 rifjaðar upp, einnig „Nafnakall“ frá 1989, þar sem atkvæðagreiðslan afdrifaríka var sviðsett.
* Miðvikudagur 25. mars, kl. 20 í Friðarhúsi. Nató í nútíð og framtíð. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ ræðir þróun hernaðarbandalagsins. Umræður.
* Fimmtudagur 26. mars, kl. 20 í Friðarhúsi. „Operation Gladio“- áhugaverð bresk heimildarmynd um leynilega hryðjuverkastarfsemi Nató í Evrópu á árum Kalda stríðsins.
* Föstudagur 27. mars, kl. 19 í Friðarhúsi. Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss ásamt skemmti- og menningardagskrá. Verð kr. 1.500.
Og síðast en ekki síst:
* Mánudagur 30. mars, kl. 17 á Austurvelli. „Botninn sleginn úr Nató“ – útifundur á Austurvelli til að leggja áherslu á kröfuna um að Ísland standi utan hernaðarbandalaga.
				
Recent Comments