Skip to main content
Gentle, Angry Women

„Gentle, Angry Women“ – kvikymyndasýning í Friðarhúsi

By Viðburður
Gentle, Angry women

Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20:00 sýnum við glænýja kvikmynd um Greenham Common-friðarbúðirnar, sem settar voru á stofn í Bretlandi árið 1981, „Gentle, Angry Women“. Íbúar friðarbúðanna voru allt róttækar konur, friðaraktívistar, sem hikuðu ekki við að grípa til beinna aðgerða í baráttu sinni.

Að sýningu myndarinnar lokinni mun kvikmyndagerðakonan Barbara Santi sitja fyrir svörum á Zoom.

Aðgangur ókeypis. Öll velkomin.

Saag ghost

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Lagfæringum í Friðarhúsi eftir lekann fyrr í haust má heita lokið og nú er blásið til fyrsta fjáröflunarmálsverðar haustsins á hrekkjavökunni sjálfri, föstudaginn 31. október. Jón Yngvi Jóhannsson sér um eldamennskuna en Eskihlíðargengið útbýr grænkeraréttinn.
Matseðill:
* Saag ghost – spínatkarrí með lambi og tilheyrandi meðlæti í pakistönskum anda.
* Dahl með spínati
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun Júlía Margrét Einarsdóttir lesa úr nýlegri skáldsögu sinni. Gunna Lára tekur lagið. Verð kr. 2.500. Sest verður að snæðingi kl. 19. Öll velkomin.

Hermang og hræðsluáróður

By Í brennidepli, Viðburður
Samtök hernaðarandstæðinga boða til óformlegs umræðufundar um hervæðingu Íslands og mótspyrnu gegn henni í Friðarhúsi miðvikudaginn 29. október kl. 20:00.
SHA leggja áherslu á að raunverulegir öryggishagsmunir Íslands byggi á friði og herleysi og kalla eftir umræðu um hvernig er hægt að vekja athygli á því meðal almennings og pressa á stjórnvöld um friðvænlegri stefnu.
Síðustu mánuði hafa dunið yfir okkur fréttir af því hvernig Ísland dregst sífellt lengra inn í stríðsæsinginn í Evrópu. Háum fjárhæðum er lofað í vopnakaup, hernaðartengdar framkvæmdir fyrir erlenda heri á Íslandi og sífellt fleiri viljayfirlýsingar eru undirritaðar um hernaðarsamvinnu. Á sama tíma hefur komið upp háværari umræða um stofnun íslensks hers. Allt gerist þetta í skugga þess að heimsmynd íslenskra- og evrópskra hernaðarsinna og talsmanna vestrænnar samvinnu hefur hrunið. Það er því langt síðan gefist hefur betra tækifæri til og verið meiri þörf á því að tala fyrir friðsamlegum valkostum.
Þjóð gegn þjóðarmorði, 6. september, Austurvöllur.

Þjóð gegn þjóðarmorði

By Viðburður
Þjóð gegn þjóðarmorði, 6. september, Ísafjörður, Reykjavík, Egilstaðir, Akureyri. Taktu daginn frá!

Fjöldafundur laugardaginn 6. september kl 14:00 á Austurvelli í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga eru meðal ótalmargra félagasamtaka sem standa að fjöldamótmælum á Austurvelli gegn þjóðarmorði Ísralshers í Palestínu á laugardaginn kemur. Fjölmennum og gerum þetta að stærstu pólitísku mótmælaaðgerðum ársins. Stríðinu verður að linna!

Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í Palestínu með hryllingi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og þar með efsta stigi hungursneyðar. Hún er alfarið manngerð af völdum Ísrael sem hefur lagt ræktanlegt landsvæði í rúst á Gaza og lokað fyrir að matvæli berist til íbúa. Samkvæmt gögnum ísraelska hersins eru 83% þeirra sem Ísrael hefur myrt almennir borgarar. Þar af eru a.m.k. 18.500 börn eða um 28 börn á hverjum einasta degi, álíka mörg og heill bekkur í grunnskóla á hverjum degi.

Þjóðarmorð stendur yfir af hálfu Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Stríðsglæpi Ísraels verður að stöðva.

Ríkisstjórn Íslands hefur líkt og aðrar ríkisstjórnir vestrænna ríkja ekki brugðist við glæpum Ísraels í samræmi við alvarleika þeirra. Nú hafa heildarsamtök launafólks, verkalýðsfélög, mannúðarsamtök, fagfélög og önnur samtök tekið saman höndum til að halda mótmælafundi um land allt þar sem almenningur kemur saman til að sýna samstöðu sína með Palestínsku þjóðinni og krefjast þess að íslensk ríkisstjórn grípi til alvöru aðgerða til að sýna afstöðu sína gegn þjóðarmorðinu!

Við höfnum þjóðarmorði og brotum Ísraels á alþjóðalögum. Tími yfirlýsinga og undanbragða er liðinn, tími aðgerða er runninn upp!

Fjölmennum á Austurvöll þann 6. september klukkan 14.00 og krefjumst tafarlausra og markvissra aðgerða íslenskra stjórnvalda gegn þjóðarmorðinu!