Skip to main content
Mark Rutte og Donald Trump

Yfirlýsing vegna heimsóknar framkvæmdastjóra Nató

By Ályktun, Í brennidepli
Mark Rutte og Donald Trump

Í tengslum við Íslandsheimsókn Mark Rutte, framkvæmdastjóra Nató, minna Samtök hernaðarandstæðinga á að bandalag það sem hann veitir forstöðu er í fararbroddi vígvæðingar í heiminum í dag. Nató er hernaðarbandalag sem hefur kjarnavopn og beitingu þeirra sem grunnstoð í vígbúnaðarstefnu sinni. NATO og þau ríki innan þess sem aðild eiga að öryggisráði SÞ hafa beitt sér hatrammlega gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Nató hefur á liðnum árum rekið árásargjarna stefnu utan landamæra sinna og forysturíki þess staðið í styrjöldum víða um heim, auk þess að framleiða stóran hluta af þeim vopnum sem beitt er á öllum ófriðarsvæðum. Kröfur Nató til aðildarríkja sinna um stóraukin útgjöld til hernaðarmála þjóna þeim tilgangi að ala á ótta og óvild til að færa vopnaframleiðendum auð. Ísland ætti að standa utan Nató en treysta þess í stað á sjálfstæða og friðsama utanríkisstefnu. Friður er pólitísk lausn án morða.

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður SHA í Friðarhúsi

By Viðburður
Jólahlaðborð SHA ber að þessu sinni upp á föstudaginn 28. nóvember.
Að venju verður stillt fram veglegu hlaðborði. Meðal rétta:
  • Heimaverkuð sænsk jólaskinka með kartöflusalti, og sinnepssósu
  • Rækjufrauð
  • Kjúklingalifrarpaté
  • Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
  • Austfirsk sælkerasíld
  • Hnetusteik fyrir grænkera
  • Hummus
  • Baba ganoush
  • Kaffi og konfekt

Sest verður að snæðingi kl. 19.

Að borðhaldi loknu verður menningardagskrá. Aðgerðasinninn og söngvaskáldið Hörður Torfason tekur lagið og gerir grein fyrir nýútkominni bók sinni og Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir les úr nýrri skáldsögu sinni.
Verð kr. 3.000. Öll velkomin.
Gentle, Angry Women

„Gentle, Angry Women“ – kvikymyndasýning í Friðarhúsi

By Viðburður
Gentle, Angry women

Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20:00 sýnum við glænýja kvikmynd um Greenham Common-friðarbúðirnar, sem settar voru á stofn í Bretlandi árið 1981, „Gentle, Angry Women“. Íbúar friðarbúðanna voru allt róttækar konur, friðaraktívistar, sem hikuðu ekki við að grípa til beinna aðgerða í baráttu sinni.

Að sýningu myndarinnar lokinni mun kvikmyndagerðakonan Barbara Santi sitja fyrir svörum á Zoom.

Aðgangur ókeypis. Öll velkomin.

Saag ghost

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Lagfæringum í Friðarhúsi eftir lekann fyrr í haust má heita lokið og nú er blásið til fyrsta fjáröflunarmálsverðar haustsins á hrekkjavökunni sjálfri, föstudaginn 31. október. Jón Yngvi Jóhannsson sér um eldamennskuna en Eskihlíðargengið útbýr grænkeraréttinn.
Matseðill:
* Saag ghost – spínatkarrí með lambi og tilheyrandi meðlæti í pakistönskum anda.
* Dahl með spínati
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun Júlía Margrét Einarsdóttir lesa úr nýlegri skáldsögu sinni. Gunna Lára tekur lagið. Verð kr. 2.500. Sest verður að snæðingi kl. 19. Öll velkomin.