Skip to main content

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

By Uncategorized

Opinn félagsfundur Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK mánudaginn 16.nóvember kl. 19 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Efni fundar: Mikilvægi friðsamlegra samskipta og friðarfræðsla.

Magrét Guðmundsdóttir les ljóð og María S. Gunnarsdóttir stýrir umræðum í litlum hópum í formi “heimskaffis”.

Fundurinn hefst kl. 19 með léttu borðhaldi.

Máltíðin kostar kr. 1000.-

Fundurinn er öllum opinn.

Engin sátt um Nató

By Uncategorized

natodrepurÍ íslenskri þjóðfélagsumræðu er oft látið að því liggja að almenn sátt sé um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu og að þorri landsmanna hafi engar athugasemdir við veru Íslands í Nató. Með því að endurtaka þessar staðhæfingar nógu oft, reyna stuðningsmenn bandalagsins að koma sér undan efnislegri umræðu um aðildina að hernaðarbandalaginu.

Þrátt fyrir þetta, hefur margoft komið í ljós að engin sátt er um Nató meðal almennings á Íslandi. Það var enn einu sinni staðfest í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup, sem kynntur var nú um helgina.

Spurt var um traust fólks til Nató. Niðurstaðan var sú að 30% sögðust bera mikið traust til Atlantshafsbandalagsins en 28% lítið traust. 42% nefndu valkostinn hvorki né. Það má því teljast ljóst að beinir stuðningsmenn og andstæðingar Nató eru nokkurn veginn jafn margir.

Þótt þessar tölur kunni að koma þeim á óvart sem taka mark á umfjöllun fjölmiðla um Nató-aðildina, eru þær í raun fyrirsjáanlegar. Um árabil hafa álíka margir Íslendingar lýst sig jákvæða og neikvæða í garð Atlantshafsbandalagið. Þetta eru merkilegar niðurstöður ef haft er í huga hversu einhliða áróður hefur verið rekinn hérlendis fyrir bandalaginu og starfsemi þess. Eftir stendur að engin sátt er um Nató meðal Íslendinga.

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

By Uncategorized

indverskur fridurFjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í höndum tveggja vaskra félaga, þeirra Hörpu Stefánsdóttur og Ármanns Gunnarssonar. Þau hafa verið langdvölum á Indlandi og munu því bjóða upp á:

* indverskan kjúklingarétt
og
* indverskan grænmetisrétt

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Sindri Freysson les úr tveimur nýútkomnum bókum sínum: Ljóðveldinu Íslandi og Dóttur mæðra minna og gerir grein fyrir tilurð þeirra. Síðari bókin er söguleg skáldsaga sem fjallar um atburði í sögu landsins sem lítt hefur verið sinnt, þegar breska hernámsliðið á stríðsárunum eltist við hóp þýskættaðs fólks á Vestfjörðum og þá sem voguðu sér að leggja þeim lið.

Húsið verður að venju opnað kl. 18:30, en borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500.

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

By Uncategorized

akureyrarkirkjaAðalfundur Norðurlandsdeildar Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn sl. fimmtudagskvöld. Góð stemning var á fundinum, þar sem meðal annars var fluttur fyrirlestur um vaxandi vægi einkaaðila í nútíma hermennsku og stríðsrekstri.

Ný stjórn var kjörin á fundinum. Hana skipa:

Formaður:
Kolbeinn Stefánsson

Stjórn:
Andrea Hjálmsdóttir
Bjarni Þóroddsson
Jósep Helgason
Sveinn Arnarsson
Þórarinn Hjartarson

Varamenn:
Kristín Sigfúsdóttir
Rachel Johnstone

Jafnframt semdi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktun:

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir breyttum áherslum í endurreisn alþjóðahagkerfisins. Áherslur undanfarinna ára hafa leitt af sér aukna misskiptingu og óréttlæti, bæði innan þjóðfélaga og á milli heimshluta.

Þessar sömu áherslur hafa leitt til ágangs á auðlindir náttúrunnar, mengun og náttúruspjöll, hróplegu misrétti, eymd og fátækt. Verði ekki lát á þessari þróun mun það leiða til tíðari og harðari átaka í heiminum. Þverrandi auðlindir leiða til harðnandi samkeppni um yfirráð og vaxandi misskiptingu verður aðeins viðhaldið með ofbeldi og kúgun. Kerfið er úr sér gengið og verður að víkja fyrir nýjum áherslum á mannúð, frelsi, velferð og réttlæti.