Skip to main content

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

By Uncategorized

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á Miðnesheiði til Reykjavíkur. Gangan var skipulögð af hópi fólks sem starfað hafði innan samtakanna Friðlýsts lands. Ekki höfðu allir mikla trú á tiltækinu, en fyrirmynd þess var fengin frá Bretlandi þar sem samtökin CND skipulögðu fyrstu Aldermaston-gönguna árið 1958.

Þátttakan í þessari fyrstu Keflavíkurgöngu var þó ágæt og mikið fjölmenni á útifundi í lok hennar við Miðbæjarskólann. Í kjölfarið var ákveðið að koma baráttunni gegn hernum og veru Íslands í Nató á fastari fót. Um haustið var efnt til Þingvallafundar, þar sem Samtök hernámsandstæðinga voru stofnuð. Þau urðu á næstu árum leiðandi í herstöðvabaráttunni.

Minnt er á sögusýningu Keflavíkurgöngunnar, sem stendur nú uppi í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar. Hægt er að skoða sýninguna á opnunartímum bókasafnsins.

Stefán Pálsson

Dagskráin á 1.maí

By Uncategorized

redflagFyrsti maí er alltaf stór dagur hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður haldið í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 11 og er verðið einungis 500 krónur, líkt og verið hefur í rúman aldarfjórðung.

Morgunkaffið stendur fram að kröfugöngu verkalýðsfélaganna, sem leggur af stað frá Hlemmi 13:30.

Um kvöldið verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í verkalýðsanda. Þórunn Ólafsdóttir úr miðnefnd SHA er yfirkokkur, en matseðillinn verður á mexíkóskum nótum:

* mexíkósk kjúklingasúpa/grænmetissúpa
* brauð
* meðlæti
* kaffi
* heimagert konfekt

Gísli Magnússon trúbador tekur nokkur lög og Ármann Jakobsson íslenskufræðingur flytur hugvekju.

Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

By Uncategorized

Fregnir frá hernumdu svæðunum
– rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael

Miðvikudagskvöldið 28. apríl kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Gestur fundarins, Sigríður Víðis Jónsdóttir blaðamaður, er vel að sér um samskipti Ísraels og Palestínu og er nýkomin úr ferð um svæðið. Hún mun ræða um upplifun sína af hernáminu, aðskilnaðarmúrnum, landtökubyggðunum og ástandinu í Hebron. Meðal þess sem hún kynnti sér í ferðinni voru verkefni sem Rauði kross Íslands hefur stutt og ísraelsku samtökin Machsom Watch, sem fylgjast með framferði hersins og fræða samlanda sína um stöðu mála.

Allir velkomnir. Heitt á könnunni.

* * *

Samtök hernaðarandstæðinga bjóða að venju upp á þétta dagskrá á 1. maí, sem að þessu sinni ber upp á laugardegi.

Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 og stendur fram að göngu verkalýðsfélaganna. Verðið er það sama og frá myntbreytingu, 500 kr.

Um kvöldið verður svo fjáröflunarmálsverður Friðarhúss með verkalýðsívafi. (Athugið að málsverðurinn er að þessu sinni haldinn á laugardegi en ekki föstudegi.)

Matseldin verður á mexíkóskum nótum og miðnefndarfólk stýrir pottum og pönnum. Boðið verður upp á skemmtiatriði og Ármann Jakobsson flytur hugvekju í tilefni dagsins.

Borðhald hefst að venju kl. 19. Verð 1.500 kr.