Skip to main content

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

By Uncategorized

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna verður haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Samtök hernaðarandstæðinga eru samkvæmt venju meðal þátttakenda í sérstakri baráttudagskrá sem MFÍK hefur forgöngu um:

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti – 
Nýjar leiðir á traustum grunni 

Fundarstjóri: Lilja Nótt Þórarinsdóttir 

Ávörp:
* Hildur Lilliendahl: Femínismi, aktívismi og internetið
* Elsa B. Friðfinnsdóttir: “Tvær vikur að vinna fyrir gúmmístígvélum”
* Nurashima A Rashid: Réttur kvenna til heilbrigðis, ekki auðveld barátta
* Kristín Á. Guðmundsdóttir: Upprætum launamisrétti – opnum augun fyrir nýjum gildum í heilbrigðisþjónustunni
* Heiða Eiríksdóttir syngur
* Maríanna Traustadóttir: Jafnlaunastaðall – nýtt verkfæri
* Steinunn Rögnvaldsdóttir: Stríðið gegn konum
* Birna Þórðardóttir: Ein- með öðrum

Dagskráin verður haldin í Iðnó og stendur frá 17 til 18:30.

Málsverður, 1. mars

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður að þessu sinni haldinn föstudagskvöldið 1. mars að Njálsgötu 87. Kokkurinn að þessu sinni er Björk Vilhelmsdóttir og er matseðillinn gæsilegur:

* Boðið verður upp á indverskan karrýkjúkling og karrý-grænmetisrétt, en réttirnir verða bornir fram með hrísgrjónum og salati með dressingu sem er unnin úr ólífuolíu frá Gaza.

* Í eftirrétt verður Aðalbláberjaterta Bjarkar.

Sigurður Karlsson þýðandi les úr bókinni Ariasman eftir Tapio Koivukari og gerir grein fyrir tilurð og vinnslu verksins. Ariasman er skáldsaga sem fengið hefur mikið lof og fjallar um Baskavígin á Vestfjörðum.

Borðhald hefst að venju á slaginu 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.

Nulla fringilla magna

By UncategorizedNo Comments

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Morbi vitae dui et nunc ornare vulputate non fringilla massa. Praesent sit amet erat sapien, auctor consectetur ligula. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Sed non ligula augue. Integer justo arcu, tempor eu venenatis non, sagittis nec lacus. Morbi vitae dui et nunc ornare vulputate non fringilla massa. Praesent sit amet erat sapien, auctor consectetur ligula.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. janúar. Matseld verður að þessu sinni í höndum stjórnarkvenna í MFÍK.

Matseðill:

*Kjúklingapottréttur

* Grænmetispottréttur – penne og nýrnabaunapottur

* Hrásalat

* Brauð

* Kaffi og eitthvað sætt

Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500.

Rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir lesa úr verkum sínum.