Skip to main content

Mannréttindabrot – fangaflug

By Uncategorized

MFIK Frá MFÍK

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem fylgir þátttöku í hernaðarbandalögum og veru erlendrar herstöðvar á Íslandi. Herstöðin er hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna og það hefur sannast að hagur og álit smáþjóðar hefur þar lítið vægi. Slíkt kerfi skilgreinir sjálft sína “óvini” og þarfnast ekki samþykkis annarra.

Margir fylltust reiði og óhug vegna frétta um flutning á föngum í leynilegar fangabúðir eða til ríkja þar sem fangar eru pyndaðir á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Það að nota Ísland sem millilendigarstað fyrir flutning á föngum er raunar framhald af þeirri untanríkispólitík sem íslensk stjórnvöld hafa rekið undanfarin 60 ár. Víða um heim hefur verið farið fram á rannsókn á þessu athæfi. Samkvæmt upplýsingum flugmálastjórnar á Keflavíkur-flugvelli hafa 15 flugvélar, sem bandaríska leyniþjónustan hefur á leigu til fangaflutninga, lent hér á landi undanfarin fimm ár. Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru krafnir sagna á Alþingi en svör þeirra voru óljós og ófullnægjandi.

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK eru á móti pyndingum hvar sem er í heiminum. Það er ekki einvörðungu að fangar skulir fluttir um íslenska lofthelgi sem vekur ugg.

Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld endurskoði samstarf við þjóðir sem stunda pyndingar og ómannlega meðferð á fólki. Við viljum ekki að Ísland sé bendlað við slíkt.

Sameinumst gegn hernaðarhyggju –
Vinnum saman að friði.

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK

www.mfik.is

Friðargöngur aldrei verið fleiri

By Uncategorized

akranesFriðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið var eins og best verður á kosið og bar göngufólki saman um að athöfnin hefði tekist með ágætum. Fjölmiðlar giska á að á bilinu 3-4.000 manns hafi tekið þátt í göngunni og mun sú áætlun vera nærri lagi.

Á Akureyri var sömuleiðis friðarganga og er það í fimmta sinn sem til hennar er efnt þar í bæ. Ísfirðingar hafa sömuleiðis skipulagt blysför á Þorláksmessu í 7-8 ár.

Í ár gerðist sá gleðilegi atburður að fjórða sveitarfélagið bættist í hópinn, en á Akranesi stóðu meðlimir í Endurhæfingarsmiðjunni Glóð fyrir göngu frá Ráðhúsinu á Akratorg þar sem séra Eðvarð Ingólfsson ávarpaði göngufólk stuttlega, kirkjukór Akraness flutti fáein lög og sömuleiðis meðlimir í skólahljómsveit Akraness.

Að sögn héraðsfréttablaðsins Skessuhorns kviknaði hugmyndin að göngunni á fyrirlestri félaga í Friðardúfunum, alþjóðlegrar friðarhreyfingar kvenna á fundi hjá smiðjunni. Var samdóma álit þeirra sem þátt tóku í umræðum á eftir að friðargangan væri þarft innleg í jólaundirbúning Akurnesinga. Þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði, virkni, innri frið og sátt við lífið í endurhæfingarsmiðjunni fælist rökrétt framhald í því að skipuleggja göngu á Akranesi, enda friður í hjarta hvers manns forsenda friðar í víðara samhengi.

Með framtaki þessu vonast aðstandendur til að vekja fólk til vitundar um það að mikilvæg skref í friðarátt eru stigin í brjóstum þeirra manna og kvenna sem taka afstöðu gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti og sýna það í verki. Friðarganga á Þorláksmessu er kjörinn vettvangur til þess, um leið og það er ákaflega viðeigandi að sýna þennan friðarvilja í verki í tengslum við þá friðaráhtíð sem jólin eru.

Óskandi er að friðarganga þessi festi sig í sessi á Skipaskaga og verði fastur liður í jólaundirbúningnum þar á bæ. Jafnframt væri án fagnaðarefni ef fleiri staðir fylgdu í kjölfarið.

Friðarganga í Reykjavík

By Uncategorized

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngja í göngunni og í lok fundar á Ingólfstogi undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sr. Bjarni Karlsson flytur stutt ávarp. Kyndlar seldir við upphaf göngunnar.

Friðargöngur á Þorláksmessu

By Uncategorized

Fugl dagsins Reykjavík: Lagt af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngja í göngunni og í lok fundar á Ingólfstogi undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sr. Bjarni Karlsson flytur stutt ávarp. Kyndlar seldir við upphaf göngunnar.

Ísafjörður: Safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 og gengið niður á Silfurtorg þar sem haldin verður verður stutt dagskrá, sem samanstendur af tónlist, ljóðalestri og friðarhugleiðingum. Ræðumaður dagsins verður Hörður Högnason hjúkrunarforstjóri og formaður Rauðakrossdeildar Ísafjarðar. Friðarkerti verða til sölu við kirkjuna og í göngunni.

Akureyri: Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur flytur ávarp og kór Akureyrarkirkju syngur.

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

By Uncategorized

dufa Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða til að birta hér á Friðarvefnum:

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK skora á foreldra og forráðamenn, ömmur, afa, frænkur og frændur og aðra þá sem kaupa gjafir handa börnum og ungmennum, að vera meðvituð um að það er á ábyrgð fullorðinna hvernig heimur snýr að börnum. Börn eiga að fá að vera börn.

Við vörum við tísku, sem rutt hefur sér til rúms hér á landi, að klæða litlar stúlkur í magaboli, G-streng og annað slíkt.

Við fögnum framtaki SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) sem nýlega gáfu út bækling með leiðbeiningum um val á tölvuleikjum. Við bendum á að sömu vandvirkni er einnig þörf við val á öðrum leikföngum. Forðumst að kaupa leikföng sem gera stríð og ofbeldi aðlaðandi.
Hann fékk… en hún fékk…
Hvaða hlutverk ætlum við uppvaxandi kynslóð?

Tökum uppeldishlutverkið alvarlega.

Stöndum vörð um bernskuna.

Nokkur ráð til þeirra sem vilja stuðla að friðvænu uppeldi:

1.
Gefið barni ykkar ekki stríðsleikföng.

2.
Gerið ykkur grein fyrir að börnin alast upp í umhverfi þar sem þau eru útsett fyrir þær hugmyndir að vopn séu sama og vald og þess vegna séu vopn ákjósanleg. Ef barnið gerir sér vopn úr legókubbum eða ristuðu brauði segið þeim að byssur séu drápsvopn og þið viljið ekki að neinn sé drepinn.
Það eru nægileg rök í málinu fyrir börn.

3.
Byrjið snemma að gera barninu grein fyrir því að auglýsingar í sjónvarpi og annars staðar séu beggja blands og þær séu gerðar til þess að fá fólk til að kaupa hluti.

4.
Skýrið vinum ykkar og ættingjum barnsins frá því að þið viljið ekki að barnið fái stríðsleikfang í jóla- eða afmælisgjafir.

5.
Ef barnið þráir stríðsleikfang hugleiðið kostina við að gefa því hlutinn, en gerið því grein fyrir andúð ykkar á að drepa og meiða.

6.
Þegar barnið er í stríðsleik, má hjálpa því til að meta leikinn: hvers vegna fá sumir alltaf sínu framgegnt með því að slást? Er nokkur önnur leið til að leysa málið?

www.mfik.is

Friðarganga á Akureyri – réttur tími

By Uncategorized

AkureyriRanghermt var í frétt hér á Friðarvefnum að Þorláksgangan á Akureyri hæfist kl. 22. Hið rétta er að hún hefst kl. 20.

Þetta er fimmta Þorláksgangan í röð á Akureyri. Sú fyrsta var farin 2002 í aðdraganda Íraksstríðsins. Síðan hafa aðstæður ekki breyst eða batnað. Stríð þetta stendur enn og síst dregur úr mannfalli. Ísland er enn í stríðsliðinu.

Kjörorð okkar eru hin sömu:
– Frið í Írak!
– Burt með árásar- og hernámsöflin!
– Enga aðild Íslands að stríði og hernámi!

Gengið er frá Menntaskólanum.

Ávarp flytur Margrét Heinreksdóttir, lögfæðingur.

Kór Akureyrarkirkju syngur.