Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15
Samtök herstöðvaandstæðinga
Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. 11.
Almennur borgarafundur í Háskólabíói kl. 13
Þjóðarhreyfingin – með lýðræði
Tónleikar undir nafninu Æsum til friðar verða á Gauk á Stöng föstudaginn 17. mars
Samarra: Stærsta hernaðaraðgerð Bandaríkjanna frá innrásinni í Írak
Yfirlit yfir aðgerðir víðsvegar um heim:
Troops Out Now (17.03.: upplýsingar frá 243 stöðum)
Stop the War Coalition
United for Peace and Justice (17.03.: meira en 500 aðgerðir skráðar)
Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin – með lýðræði sem standa fyrir aðgerðum í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Föstudaginn 17. mars efna hljómsveitirnar Shadow parade, mrs Pine, NilFisk, Coral og Touch til tónleika undir heitinu Æsum til friðar.
Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna á aðdraganda innrásarinnar í Írak fyrir þremur árum. Í grein á vefnum Gagnauga.is eru leidd rök að því að Bandaríkjastjórn sé að undirbúa árás á Íran og útiloki jafnvel ekki notkun svokallaðra „minni kjarnorkuvopna“. Greinina er hægt að nálgast hér.
Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. mars efna SHA til fundar um þennan þátt Íraksmálsins. Fréttamennirnir Sveinn Guðmarsson á NFS og Gunnar Gunnarsson á RÚV rekja reynslu sína af fréttaflutningi í umhverfi fréttastýringar og ritskoðunar. Að loknum stuttum kynningarerindum gefst gott færi til umræðna.
Fundurinn hefst kl. 20 og allir eru velkomnir.
Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn hefur verið að suða um að fá að hafa áfram, verði sendar burt af landinu í september næstkomandi. Nú væri bara óskandi að ríkisstjórnin hefði döngun í sér til að segja upp herstöðvasamningnum og segja síðan skilið við NATO. Það er nefnilega ljóst að Bandaríkjastjórn hefur ekki hug á að leggja niður herstöðina á Miðnesheiði, hún vill hafa þar aðstöðu áftram, þótt hún verði mannlaus eða með lágmarksmannafla, til þess að geta gripið til hennar ef þörf sýnist á.
Samtök herstöðvaandstæðinga hafa löngum bent á nauðsyn þess að atvinnumál verði efld á Suðurnesjum til að byggðin þar verði undir það búin að starfsemi herstöðvarinnar dragist saman eða leggist niður. Raunar bíður allmikil vinna við að hreinsa upp eftir herinn. Það starf þarf að hefjast sem fyrst og að sjálfsögðu eiga Bandaríkin að bera kostnað af því.
Því miður verða orrustuþoturnar ekki sendar til niðurrifs, heldur til vafasamrar þjónustu annars staðar í heiminum. Með samdrætti í herstöðinni hér er verið að losa mannafla og tæki til notkunar á þeim stöðum þar sem Bandaríkin halda nú uppi hernaði eða ógnarástandi. Baráttu herstöðvaandstæðinga og friðarsinna er ekki lokið hvorki heima fyrir né á alþjóðavísu. Með mótmælaaðgerðunum nk. laugardag, 18. mars, mótmælum við meðal annars þeim verkum sem herliðið og tækin af Keflavíkurflugvelli verða nú sett til.
ritstjóri
Recent Comments