Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars.
Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19.
Sigríður Kristinsdóttir, dyggur félagi í SHA sér um matseldina ásamt Systu
Matseðill:
Steiktur svínabógur með tilbehör
Indverskur kjúklingabaunaréttur
og úrval heimabakaðra brauða
Allt þetta fæst fyrir litlar 1.000 krónur.
Sigurborg Hilmarsdóttir og Kristján Eiríksson sjá um upplestur úr bók sem heitir Landafræði minninganna og er eftir króatísku skáldkonuna Spomenku Stimec, lesið verður úr seinasta kafla bókarinnar sem fjallar um stríðið í landinu upp úr 1990. Spomenka skrifar á esperanto og eru þetta þýðing úr því máli.
Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á fundi Þjóðarhreyfingarinnar – með lýðræði í Háskólabíói, en að honum loknum flykktust menn á útifund sem Samtök herstöðvaandstæðinga stóðu fyrir á Ingólfstorgi. Þar fluttu Sjöfn Ingólfsdóttir og Haukur Már Helgason ávörp. Í útvarpsfréttum var sagt að á þriðja hundrað manns hafi sótt þann fund, en það er gróft vanmat og mun talan 800-1.000 vera nær lagi.
Ávarp Sjafnar Ingólfsdóttur á Ingólfstorgi 18. mars 2006
Fundir og mótmælagöngur voru víða um heim þessa helgi. Hér eru nokkrar tilvísanir í upplýsingar og myndir:
MARCH 18: The World Marches Against the War
Skýrsla frá Troops Out Now Coalition í Bandaríkjunum. Aðgerðir á fjölmörgum stöðum í Bandaríkjunum.
Stop the War Coalition í Bretlandi. Tugir þúsunda gengu um götur Lundúna
Myndir – Frásögn
Indymedia
Indymedia 1 – myndir o.fl.
Indymedia 2 – myndir o.fl.
Indymedia 3 – myndir o.fl.
Indymedia 4 – myndir o.fl.
Estrecho: Sevilla, Córdoba | Maritimes: Halifax feature and photos, Fredericton | Ontario: London, Toronto, Windsor | Ottawa Video | BC Vancouver | Winnipeg Victoria | Alacant | Barcelona: 1 2 | Bruxelles: 1 2 3 4 | West-Vlaanderen | Bulgaria | Cyprus: Greek English | Euskal Herria: Ermua | Ireland: Dublin | Germany: Berlin, Duisburg, Trier, Tübingen | Italia: Roma, Palermo, Saronno and Gorizia | Nederland: Amsterdam | Norge | Polska: Warszawa English report and photos, Wrocław, Wa-wa, Poznań | Portugal: Lisboa | Scotland: Glasgow | Switzerland: Feature, Ginevra | Brasil: 1 2 3 | Peru: Lima | Puerto Rico | Aotearoa: Wellington, Hamilton and Auckland | Perth
Myndir frá Nicosíu á Kýpur þar sem grískir og tyrkneskir og kristnir og múslímskir Kýpverjar fóru saman í mótmælagöngu.
Um 5000 manns tóku þátt í mótmælagöngu í Brussel þar sem 86 samtök af ýsmu tagi fylktu liði. Sjá hér.
Myndir – Fleiri myndir hér
Recent Comments