Hinar mánaðrlegu fjáröflunarmáltíðir Friðarhúss hefjast á ný eftir sumarið fös. 29. september. Borðhald hefst kl. 19 og boðið verður upp á stutt skemmtiatriði.
Þrátt fyrir þenslu og óðaverðbólgu í samfélaginu kostar maturinn sem fyrr litlar 1.000 krónur.
Matseðillinn er á þessa leið:
Grænmetissúpa
indverskur kjúklingapottréttur
hrísgrjón
jógúrt raitha
naanbrauð
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
* * *
Enn er minnt á Suðurnesjaferð SHA, sunnudaginn 1. okt. Um er að ræða rútuferð frá Friðarhúsi kl. 12. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar undir leiðsögn.
Æskilegt er að sem flestir skrá sig með því að senda tölvupóst á sha@fridur.is til að auðvelda skipulagningu.
Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er að ræða:
1. Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál.
3. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför.
Við munum fjalla um þessar niðurstöður innan skamms en í fljótu bragði virðist vera ljóst að Samtök herstöðvaandstæðinga munu hafa nógu að sinna eftir sem áður auk þeirrar almennu friðarbáráttu sem þau munu áfram sinna.
Við minnum á dagskrá SHA á næstunni:
Föstudagskvöldið 29. september verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Máltíðin kostar aðeins 1.000 krónur en matseðillinn er á þessa leið: Grænmetissúpa, indverskur kjúklingapottréttur, hrísgrjón, jógúrt raitha og naanbrauð.
Sunnudaginn 1. október kl. 12 halda herstöðvaandstæðingar til Suðurnesja í kveðjuför. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Ýmsar óvæntar uppákomur. Nánari dagskrá kynnt síðar. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is
Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja óformlegt erindi um ýmsa þætti er varða sögu herstöðvarinnar á Miðnesheiði og herstöðvamálið. Í framhaldinu verða almennar umræður. Fundarstjóri er Stefán Pálsson formaður miðnefndar SHA. (ATH. var áður auglýst mið. 27. sept.)
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi sl. laugardag:
Aðalfundur Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi haldinn í Tryggvaskála 23. september 2006 fagnar því að Bandaríkjaher er á förum frá Íslandi og skorar á stjórnvöld að endurnýja ekki varnarsamninginn við Bandaríkin og að ganga úr NATO svo Ísland verði aftur frjást og óháð eins og heitið var 1918.
Fundurinn mótmælir því að Bandaríkjaher verði leystur undan þeim skyldum sínum að hreinsa eftir sig og mótmælir þeirri eftirgjöf sem ríkisstjórnin viðhefur í samningagerðinni. Fundurinn leggur til að eignir hersins á Miðnesheiði verði þjóðnýttar í þágu atvinnuuppbyggingar á svæðinu.
Ein helsta ógn við öryggi okkar nú – og ljótasti bletturinn á utanríkisstefnu landsins – er skilyrðislaus stuðningur íslenskra stjórnvalda við hernaðinn í Írak. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að draga þann stuðning til baka áður en meira illt hlýst af.
Það er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna.
Föstudagskvöldið 29. september verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Máltíðin kostar aðeins 1.000 krónur en matseðillinn er á þessa leið: Grænmetissúpa, indverskur kjúklingapottréttur, hrísgrjón, jógúrt raitha og naanbrauð.
Sunnudaginn 1. október kl. 12 halda herstöðvaandstæðingar til Suðurnesja í kveðjuför. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Ýmsar óvæntar uppákomur. Nánari dagskrá kynnt síðar. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is
Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja óformlegt erindi um ýmsa þætti er varða sögu herstöðvarinnar á Miðnesheiði og herstöðvamálið. Í framhaldinu verða almennar umræður. Fundarstjóri er Stefán Pálsson formaður miðnefndar SHA. (ATH. var áður auglýst mið. 27. sept.)
Recent Comments