Skip to main content

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

By Uncategorized

KokkurSíðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Borðhald hefst að venju kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

Það verða afrísk áhrif í friðarhúsi á föstudaginn, þá verður eldaður karríkjúklingur að afrískum hætti og grænmetispottréttur upprunin í Afríku, með þessu veður borið fram hrisgrjón og brauð.

Fjöllistakonan og alhliðaskemmtikrafturinn Ugla Egilsdóttir treður upp að borðhaldi loknu.

Allt þetta fyrir litlar 1.500 krónur.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

By Uncategorized

KokkurSíðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Borðhald hefst að venju kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

Það verða afrísk áhrif í friðarhúsi á föstudaginn, þá verður eldaður karríkjúklingur að afrískum hætti og grænmetispottréttur upprunin í Afríku, með þessu veður borið fram hrisgrjón og brauð.

Fjöllistakonan og alhliðaskemmtikrafturinn Ugla Egilsdóttir treður upp að borðhaldi loknu.

Allt þetta fyrir litlar 1.500 krónur.

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19

By Uncategorized

fridardufa Frá MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19.

Fundurinn hefst með sameiginlegu borðhaldi.

Félagi okkar og listakokkurinn Ruby (Veróníka S.K. Palaniandy) sér um matinn ásamt Ragnhildi Kjeld (þær glöddu bragðlauka friðarsinna á fjáröflunarkvöldverði Friðarhúss í lok apríl þegar færri komust að en vildu). Óhætt er að fullyrða að engum ofsögum er sagt um snilli þessara matgæðinga. Bjóðum með vinum sem kunna að njóta að góðs matar í góðum félagsskap.

Að borðhaldi loknu verður sagt frá þátttöku MFÍK í ráðstefnu Alþjóðasamtaka lýðræðissinnaðra kvenna sem haldin var í Caracas í Venesúela í apríl. Brugðið verður upp myndbrotum sem sýna m.a. þátt kvenna í þeim byltingarkenndu breytingum sem eiga sér stað í Venesúela og kenndar eru við Símon Bólivar .

Allir friðarsinnar velkomnir.
Fjölmennum og tökum með okkur gesti.