Skip to main content

Fundur um „European Social Forum“

By Uncategorized

esf2008

Opinn félagsfundur MFÍK þriðjudaginn 7. október kl. 19 í Friðarhúsinu (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar)

Þar munu Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá European Social Forum sem haldið var í Málmey dagana 17. – 21.september 2008.

Nokkrir þátttakendur fyrri Social Forum munu einnig mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um gildi þessa samfélagsvettvangs.

Í upphafi fundar verður seldur léttur matur (kr. 1000).

Fundurinn er öllum opinn.

Málsverður, föstudagskvöld

By Uncategorized

salatFjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 3. október. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og leikur haustuppskeran aðalhlutverkið í matnum að þessu sinni:

* Buff Stroganoff

* Rótarávextir í karrí

* Réttirnir verða bornir fram með hrísgrjónum, kartöflum og salati.

* Kaffi og kaka hússins

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur tekur lagið.

Verð kr. 1.500. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Allir velkomnir.