Sjá frásögn Guðríðar Sigurbjörnsdóttur og Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur á vef MFÍK:
Opinn félagsfundur MFÍK þriðjudaginn 7. október kl. 19 í Friðarhúsinu (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar)
Þar munu Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá European Social Forum sem haldið var í Málmey dagana 17. – 21.september 2008.
Nokkrir þátttakendur fyrri Social Forum munu einnig mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um gildi þessa samfélagsvettvangs.
Í upphafi fundar verður seldur léttur matur (kr. 1000).
Fundurinn er öllum opinn.
Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 3. október. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og leikur haustuppskeran aðalhlutverkið í matnum að þessu sinni:
* Buff Stroganoff
* Rótarávextir í karrí
* Réttirnir verða bornir fram með hrísgrjónum, kartöflum og salati.
* Kaffi og kaka hússins
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur tekur lagið.
Verð kr. 1.500. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Allir velkomnir.
Recent Comments