Skip to main content

Glæsileg menningardagskrá

By Uncategorized

sk  ldÞað verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá frétt hér að neðan).

* Hörður Torfason mætir og les úr nýútkominni ævisögu sinni, sem rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson hefur skráð. Hörður hefur sem kunnugt er staðið í ströngu undanfarnar vikur sem skipuleggjandi fjöldafunda og -mótmæla.

* Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun kynna nýjustu skáldsögu sína.

* Hjálmar Sveinsson mun ræða og sýna heimsmynd listamannsins og herstöðvaandstæðingsins Gylfa Gíslasonar, en Hjálmar hefur nýverið gefið út bók um líf og störf Gylfa.

Þetta má enginn láta fram hjá sér fara!

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um hálfgert jólahlaðborð SHA að ræða.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðillinn er á þessa leið:

* Heimalöguð sænsk jólaskinka með karöflusalti, gulrótar appelsínusalati og sinnepssósu

* Heimagerð lifrakæfa (verður borin fram heit) og heimagert rúgbrauð

* Reykt nautatunga með piparrótarrjóma

* Karrýsíld

* Tómatsalsasíld

* Fyrir þá sem ekki borða kjöt verður hnetusteik á boðstólum

* Kaffi og smákökur

Borðhald hefst kl. 19:00 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.

Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá, sem kynnt verður síðar.