All Posts By

Stefán Pálsson

Fjölmiðlar og friðarmálin

By Uncategorized

Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhansson á DV fengu á dögunum íslensku blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Verðlaunin fengu þeir fyrir skrif um málefni hælisleitenda. Á liðnu ári rituðu þeir félagarnir meðal annars greinaflokk um stuðning Nató við pyntingasveitir í Írak, svo dæmi sé tekið.

Hverjar eru aðstæður íslenskra blaðamanna til að fjalla um utanríkisstefnu Íslands og hernaðarmál? Hversu samvinnufús eru stjórnvöld? Að hvaða leyti geta gögn frá uppljóstrurum komið að gagni?

Á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars munu þeir Jón Bjarki og Jóhann Páll mæta og segja frá reynslu sinni og taka þátt í umræðum um fjölmiðla, frið og alþjóðamál. Sá hluti dagskrárinnar hefst kl. 14 í Friðarhúsi en sjálfur landsfundurinn byrjar kl. 11.

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

By Uncategorized

Suður-Súdan hefur komist í heimsfréttirnar upp á síðkastið vegna ófriðarástands í landinu. Guðrún Sif Friðriksdóttir mannfræðingur þekkir vel til mála í Suður-Súdan og mun fræða áhugasama á opnum félagsfundi SHA í Friðarhúsi. Fundurinn verður mánudaginn 10. mars og hefst kl. 20.

NATO og norræn samvinna

By Uncategorized

Þegar Bandaríkjamenn réðust á Afghanistan í október 2001 höfðu þeir lítið lögmæti til þess. Eftir hryðjuverkaárásirnar mánuði fyrr var auðvitað ljóst að bregðast þurfti við og draga hryðjuverkamennina til saka. Þann 13. september, tveimur dögum eftir hryðjuverkin, barst boð frá Talibönunum um að Bin Laden yrði framseldur gegn framvísun sönnungargaga um sekt hans. Því var ekki tekið.

Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna mælir fyrir um að aðildarríki skuli leysa í ágreiningi sín á milli með friðsamlegum hætti. Herum má aðeins beita í sjálfsvörn. Undantekningin á þessu getur aðeins orðið ef Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir slíka hernaðaraðgerð. Read More

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

By Uncategorized

Föstudagskvöldið 28. febrúar n.k. verður annar fjáröflunarkvöldverður ársins haldinn í Friðarhúsi.

Kokkur kvöldsins verður Geir Guðjónsson, en matseðillinn er sem hér segir:

  • Afrískur brúnhænupottréttur
  • Naan-brauð
  • Hrísgrjón
  • Afrísk grænmetiskássa

Að borðhaldi loknu mun trúbadorinn Jakob Viðar Guðmundsson taka lagið.

Allir velkomnir. Borðhald hefst kl. 19:00. Verð kr. 2.000.

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

By Uncategorized

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með þáttöku Nató-herja og flugsveita frá Svíþjóð og Finnlandi. Æfingar þessar eru haldnar til hliðar við hinar reglubundnu þotuflugsæfingar sem ganga undir heitinu „loftrýmisgæsla“, þótt enginn sé óvinurinn.

Loftrýmisgæslan er haldin í samræmi við tímabundinn samning sem gerður var í kjölfar brottfarar bandaríska hersins frá Keflavíkurflugvelli og var hugsaður til að létta lund þeirra sem ekki gátu hugsað sér tilveruna án þess að heyra öðru hverju þotudrunur. Tímabil samningsins er senn á enda, en illu heilli virðist vilji íslenskra stjórnvalda standa til þess að endurnýja hann. Read More

Dæmisagan falska um Rúanda

By Uncategorized

Fyrst: um Bosníu og Kosovo

Í fyrri grein var minnst á nokkur þau voðaverk á undanförnum áratugum sem eru notuð til réttlætingar hinnar vestrænu íhlutana- og hernaðarstefnu, sem „múrbrjótar“ gegn fullveldismúrnum. Það er rík ástæða til að skoða þau dæmi vel. Read More

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

By Uncategorized

Spegillinn á Þrettándanum

Þrettándadag jóla, 6. janúar,  hafði Spegillinn í Ríkisútvarpinu (Pálmi Jónasson) innslag um friðar- og ófriðarhorfur í byrjun árs 2014. Farið var helstu ófriðarsvæði á hnettinum nú um stundir. Innslagið var byggt á bandaríska tímaritinu „Foreign Policy“. Það gaf glögga mynd af helstu átakasvæðum í dag, og horfurnar framundan sýndust vissulega ekki bjartar. Hins vegar: Eins og títt er á þessum miðli, og ÖLLUM íslenskum féttastofum, var sjónarhornið amerískt, myndin var FRÉTTAFRÆÐANDI en SKILNINGSHAMLANDI OG FÖLSK. Read More

Janúarmálsverður Friðarhúss

By Uncategorized

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 31. janúar n.k. Kokkar kvöldsins verður þríeykið Lára Jóna Þorsteinsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson og Alvin Níelsson.

Að borðhaldi loknu mun Ingunn Ásdísardóttir lesa úr nýlegri þýðingu sinni á færeysku sögunni „Ó – sögur um djöfulskap“ eftir Car Jóhan Jensen.

Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2.000

Matseðill:

  • Matarmikil sjávarfangssúpa
  • Grænmetissúpa
  • Hjónabandssæla í eftirrétt

Onoda á Norðurhjaranum

By Uncategorized

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar tókst að þvinga hann til að leggja niður vopn sín og yfirgefa frumskóginn á Filippseyjum, þar sem hann hafði hafst við frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Í nærri þrjátíu ár hafði hermaðurinn neitað að gefast upp og horfast í augu við lok stríðsins og ósigur keisara síns.

Saga þessa einarða hermanns fangaði vitaskuld huga margra, enda einhvers konar blanda af Róbíson Krúsó og Don Kíkóta í sjálfskipaðri útlegð vegna eigin ranghugmynda og þrjósku. Fáeinir japanskir þjóðernissinnar litu á hann sem hetju, en flestir töldu hann þó tragíska persónu.

Read More

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

By Uncategorized

SHA og MFÍK efna til sameiginlegs félagsfundar þriðjudaginn 14. janúar í Friðarhúsi kl. 20.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, LLM í alþjóðalögum mannréttinda og refsiréttar, flytur þar erindið „Að komast upp með stríðsglæpi: Refsileysi Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna“.

Fyrirlesturinn mun byrja á stuttri kynningu á mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum sem varða stríðsrekstur og verða stofnsamningur Sameinuðu Þjóðanna, fjórði Genfarsáttmálinn og Rómarsáttmálinn (lagarammi alþjóðaglæpadómstólsins í Haag) teknir sérstaklega fyrir. Einstök ákvæði þessara samninga verða sett í samhengi við hernaðarstefnu Bandaríkjamanna síðastliðin ár. Meginefni fyrirlestursins snýst síðan um þær alþjóðastofnanir sem bera ábyrgð á að framfylgja þessum sáttmálum og hugsanlegar ástæður þess að þær reynast þess ekki megnugar að draga Bandaríkin til ábyrgðar fyrir þau brot sem þau verða uppvís að.

Fyrir fundinn verður hægt að kaupa málsverð á vegum MFÍK.

Matseðill: Bollywood grænmetissúpa, brauð og salat, kaffi, te og súkkulaði.

Húsið opnar kl. 18.30, Matur klukkan sjö.