Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

By 12/01/2014 Uncategorized

SHA og MFÍK efna til sameiginlegs félagsfundar þriðjudaginn 14. janúar í Friðarhúsi kl. 20.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, LLM í alþjóðalögum mannréttinda og refsiréttar, flytur þar erindið „Að komast upp með stríðsglæpi: Refsileysi Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna“.

Fyrirlesturinn mun byrja á stuttri kynningu á mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum sem varða stríðsrekstur og verða stofnsamningur Sameinuðu Þjóðanna, fjórði Genfarsáttmálinn og Rómarsáttmálinn (lagarammi alþjóðaglæpadómstólsins í Haag) teknir sérstaklega fyrir. Einstök ákvæði þessara samninga verða sett í samhengi við hernaðarstefnu Bandaríkjamanna síðastliðin ár. Meginefni fyrirlestursins snýst síðan um þær alþjóðastofnanir sem bera ábyrgð á að framfylgja þessum sáttmálum og hugsanlegar ástæður þess að þær reynast þess ekki megnugar að draga Bandaríkin til ábyrgðar fyrir þau brot sem þau verða uppvís að.

Fyrir fundinn verður hægt að kaupa málsverð á vegum MFÍK.

Matseðill: Bollywood grænmetissúpa, brauð og salat, kaffi, te og súkkulaði.

Húsið opnar kl. 18.30, Matur klukkan sjö.