Aumur feluleikur stjórnvalda

An aerial view of the ramp areas and facilities of the 57th Fighter Interceptor Squadron, with other facilities in the background.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag sem stefnir að því að festa enn í sessi hernaðarumsvif Bandaríkjahers á Íslandi. Samkomulagið opnar á sameiginlegar heræfingar, víkur að viðveru kafbátaleitarvéla á Keflavíkurflugvelli og miðar við aukið æfingarflug orrustuþota, svokallaða loftrýmisgæslu.

Það segir sína sögu um samkomulag þetta að tilkynnt er um það á hásumri, þegar ljóst er að þjóðfélagsumræða er í lágmarki. Er það augljóst merki um að ráðamenn geri sér fyllilega grein fyrir því hversu óvinsælar þessar ráðstafanir eru.

Samtök hernaðarandstæðinga árétta andstöðu sína við hernaðarumsvif á Íslandi og hvers kyns heræfingar. Jafnframt minna þau á þá stefnu að Varnarsamningnum við Bandaríkin skuli sagt upp.

Friðarmálsverður á maímánaðar

étið til friðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir og Una Hildardóttir sem taka yfir eldhúsið í þetta skiptið og bjóða upp á:
 • Spagettí carbonara
 • Spagettí með valhnetum (poor man’s spaghetti)
 • Brauðstangir
 • Tíramisu og kaffi á eftir

 

Að loknum málsverði les Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir úr smásögu sinni og Skúli mennski tekur nokkur lög.

Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2000.

Öll velkomin.

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um alþjóða- og efnahagsmál. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru að sjálfsögðu verk höfunda sinna og þurfa ekki endilega að endurspegla stefnu vefritsins eða Samtaka hernaðarandstæðinga.

„Það er alheimsstríð, það er allsherjar tríð og það er eyðilegging. Það á sín rök, það er hluti hnattræns kapítalisma. Á núverandi stigi er þetta þó ekki barátta gegn sósíalisma, en það er barátta gegn þjóðlegum kapítalisma. Með öðrum orðum, það eru hinar hnattrænu auðvaldselítur – aðallega ensk-amerískar þar sem hinar miklu fjármálamiðstöðvar Wall Street og London ráða för – gegn kapítalískum keppinautum, sem vel má nefna: Rússland og Kína – Kína er ekki kommúnískt land, Kína er kapítalískt land, í raun mjög þróað kapítalískt land, og eins er um Íran.“ Halda áfram að lesa

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af baráttudegi verkalýðsins. Húsið opnar kl. 11, en ganga verkalýðsfélaganna fer af stað kl. 13:30.

Öll velkomin í 1. maí-kaffið í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Verð kr. 500

Aprílmálsverður Friðarhúss

thiebaud-buffet

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd leggja til krásir á veglegt hlaðborð:

 • Kjúklingur í mangó-chutney meðstjórnandans
 • Kjúklingur í kúskús ritarans
 • Pastasalat formannsins
 • Blómkálsgratín skjalavarðarins
 • Brauð að hætti eiginmanns meðstjórnanda
 • Salat
 • Kaffi á eftir

Að borðhaldi loknu mun Una Hildardóttir, félagi í SHA og gjaldkeri VG, flytja stutta hugvekju um friðarmál og mótmælatrúbadorinn Hemúllinn tekur lagið.

Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2000. Öll velkomin.

Gleymda hernámið – fundur um Vestur Sahara

karte-westsahara-dw
Fundur um hernám Marokkóstjórnar á Vestur Sahara í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 5. apríl kl. 20.
Erik Hagen framkvæmdastjóri norsku Vestur-Saharasamtakanna og forystumaður í Evrópusamtökum um sama málefni heimsækir Ísland á vegum Vinafélags Vestur Sahara á Íslandi og heldur fund í Friðarhúsini. Hann gerir grein fyrir sögu hernáms Marokkóstjórnar í landinu og fjallar um þróun mála síðustu misserin, sem er býsna hröð. Hvað getur Ísland gert í málinu?
Fundurinn er öllum opinn og fer fram á ensku.

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Sýrlandi. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru að sjálfsögðu verk höfunda sinna og þurfa ekki endilega að endurspegla stefnu vefritsins eða Samtaka hernaðarandstæðinga.

„Átökin í Sýrlandi hófust í apríl 2011 þegar friðsöm mótmæli að fyrirmynd byltinganna í Egyptalandi og Túnis breyttust í mótmæli gegn einræðisstjórn landsins. Ríkisstjórnin brást við eins og sönn illmenni gera. Fyrst sáu öryggissveitir um að taka aðgerðarsinna af lífi… Því næst hófu hersveitir að skjóta á mótmælendur og það endaði með að mótmælendurnir skutu á móti….“ (eyjan.pressan.is 2. sept 2013) Halda áfram að lesa

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

friðarpipa 4

Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi árið 1949. Að því tilefni verður endurvakin Friðarpípan, spurningakeppni friðarsinnans, í Friðarhúsi.

Fyrirkomulagið er hefðbundið pöbb kviss, þar sem gestir mæta og spreyta sig á spurningum í tveggja manna liðum. Veglegir vinningar og skýr friðarboðskapur í spurningum – sem þó verða almenns efnis.

Öll velkomin. Keppnin hefst kl. 20.

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

bjartmar

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn að venju þann 25. mars n.k. og hefst að venju kl. 19.

MFÍK sér um eldamennskuna að þessu sinni og er matseðillinn glæsilegur að vanda:

 • Fiskisúpa að hætti Sigrúnar
 • Grænmetissúpa
 • Salat og brauð
 • Eftirréttur

Að boðrhaldi loknu mun trúbadorinn ástsæli Bjartmar Guðlaugsson troða upp.

Verð kr. 2.000. Öll velkomin.

Enginn er eyland – ráðstefna á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga áttu fulltrúa á ráðstefnu Háskólans á Akureyri og utanríkisráðuneytisins um alþjóðamál um liðna helgi. Stefán Pálsson flutti erindi um deilurnar um Nató-aðildina í sögulegu ljósi. Hægt er að hlusta á fyrirlesturinn hér, en hann hefst á um það bil 43ðu mínútu.