Category

Viðburður

Fullveldismálsverður

Fullveldisfögnuður Friðarhúss

By Viðburður

Jólahlaðborð SHA ber að þessu sinni upp á föstudaginn 1. desember.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér að venju um krásirnar. Matseðill:

• Heimaverkuð sænsk jólaskinka með kartöflusalti, og sinnepssósu
• Heimagerð lifrakæfa og heimagert rúgbrauð
• Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
• Karrýsíld og Tómatsalsasíld
• Rækjufrauð
• Hnetusteik fyrir grænkera
• Kaffi, konfekt og döðulukaka með heitri karamellusósu

Sest verður að snæðingi kl. 19.

Að borðhaldi loknu hefst menningardagskrá. Þórdís Gísladóttir skáldkona les úr nýjustu bók sinni. Bára Baldursdóttir sagnfræðingur segir frá stóráhugaverðri nýju verki sínu um Ástandið og framgöngu yfirvalda gagnvart stúlkum sem tengdar voru við það. Að lokum tekur trúbadorinn Arnór Ingi nokkur lög.

Gestum í Friðarhúsi gefst líka færi á að skoða veggspjaldasýningu nema í Listaháskóla Íslands úr námskeiði um pólitíska list.

Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

októberfest

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi eru að jafnaði síðasta föstudag í mánuði, nú þann 27. október.

Bjarki Hjörleifsson, Jónína Riedel og Friðrik Atlason sjá um eldamennskuna sem verður alvöru þýsk októberfest-veisla með pylsum og bulsum fyrir kjötætur jafnt sem grænkera. Systa mætir með sérbakað pretzel. Engar kröfur eru þó gerðar um lederhosen-klæðaburð gesta…

Húsið er opnað 18:30 en sest að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu verður kaffi og konfekt en því næst tekur við menningardagskrá þar sem Nanna Rögnvaldardóttir les úr nýrri bók sinni og Hemúllinn tekur lagið.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin
Rauðrófusúpa og íslensk kjötsúpa

Septembermálsverður Friðarhúss

By Viðburður
Málsverðir SHA hefjast á ný í Friðrhúsi með haustlegum súpum og ný-uppteknu íslensku grænmeti í aðalhlutverki. Gamaldags íslensk kjötsúpa og vegan rauðrófusúpa með kjúklingabaunum í boði, heimaræktað litríkt salat og rauðrófur ásamt gamaldags kryddbrauði með smjöri. Á eftir verður svo konfekt og kaffi. Allt í boði matgæðinganna Systu og Lowönu.
Trúbadorinn Víf tekur lagið og Soffía Sigurðardóttir, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga segir frá starfsemi Heimavarnarliðsins sem hleypti upp Nató-heræfingum á árunum í kringum 1990 og ræðir borgaralega óhlýðni og friðarstefnu.
Húsið opnar 18:30 en sest verður að snæðingi kl. 19, 2500 króna aðgangseyrir, öll velkomin.
Kertafleyting

Kertafleytingar um allt land 9. ágúst

By Viðburður

Íslenskir friðarsinnar hafa allt frá árinu 1985 fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samkomur þessar hafa ýmis farið fram þann 6. ágúst eða 9. ágúst. Að þessu sinni verður Nagasakí-dagurinn, miðvikudagurinn 9. ágúst, fyrir valinu. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu, en rétt er að gæta að því að tímasetningar eru örlítið frábrugðnar frá einum stað til annars, sem skýrist m.a. af því hvenær fer að rökkna á einstökum stöðum.

Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar og hefst fleytingin kl. 22:30. Einar Ólafsson skáld og bókavörður flytur ávarp. Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Fundarstjóri verður Guttormur Þorsteinsson formaður SHA.

Á Ísafirði koma friðarsinnar saman við Neðstakaupstað á Suðurtanga kl. 22:00. Harpa Henrýsdóttir flytur ávarp.

Á Akureyri verður kertafleytingin við Leirutjörn kl. 22:00. Guðrún Þórsdóttir flytur ávarp.

Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þar verður kertafleyting við Lónið á Seyðisfirði og hefst kl. 22:00.

Þúfa

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

By Viðburður
Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í Úkraínu. Friðarsinnar hyggjast nota tækifærið til að hvetja leiðtogana til þess að vinna með öllum ráðum að því að átökum ljúki og samið verði um varanlegan frið. Í því skyni verður safnast saman við Þúfuna, útilistaverkið á norðvesturgarði Reykajvíkurhafnar – gegnt Hörpu kl. 17, þriðjudaginn 16. maí.
Friðarsinnar eru hvattir til að mæta með sjóstöng eða handfæri til að reyna að næla sér í nokkra marhnúta á meðan þjóðhöfðingjarnir eru minntir á friðarmálstaðinn.
1. maí kaffi SHA

1. maí kaffi SHA

By Viðburður
Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga frá kl. 11 til 13. Gangan leggur svo af stað af Skólavörðuholti.
Í boði verða vöfflur eins og þið getið í ykkur látið og annað heimagert góðgæti. Aðgangseyrir einungis 500 krónur.

 

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

By Viðburður
Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær kokkur og fékk einróma lof síðast þegar hann stýrði pottum og pönnum í Friðarhúsi.
Matseðill:
• Sætkartöfluchilli
• Eggaldins-Parmigiana
• Krispí súkkulaðikardimommubitar
Að borðhaldi loknu mun Gunnhildur Vala Valsdóttir leika og syngja og Eyrún Ósk Jónsdóttir lesa úr verkum sínum.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

Landsfundur SHA – 1. apríl

By Viðburður

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl.

Dagskrá hefst kl. 11 með stjórnarkjöri og almennum aðalfundarstörfum. Léttur hádegisverður í boði.

Kl. 13 mun Magnús Þorkell Berharðsson, sérfræðingur í sögu og stjórnmálum Miðausturlanda ræða um Íraksstríðið sem hófst fyrir 20 árum. Áætluð fundarlok kl. 16.

Pakistanskt hlaðborð

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

By Viðburður

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna settur formlega.

Matseðill:

  • Dóra Svavarsdóttir og Heiða Dögg Liljudóttir bjóða upp á hlaðborð fyrir grænkera og kjötætur undir pakistönskum áhrifum. Ærpottréttur, grænmetispottréttur, grjón og eðalbrauð.
  • Kaffi og hjónabandssæla að hætti Þorvaldssonar.

Að borðhaldi loknu mun þjóðlagatvíeykið Bára og Chris taka lagið & Kristín Svava Tómasdóttir gerir grein fyrir verðlaunabókinni Farsótt. Sest verður að snæðingi kl. 19 en húsið opnar hálftíma fyrr. Verð kr. 2.500.

Öll velkomin.

365 dagar frá innrás Rússa í Úkraínu

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

By Í brennidepli, Viðburður

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, kl. 17:30 í dag.

24. febrúar 2023 markar 365 daga frá því að stríðið í Úkraínu hófst. Rússar gegn stríði skipuleggja viðburð til þess að sýna samstöðu með Úkraínumönnum og minnast fórnarlamba stríðsins.

Á meðal ræðumanna verða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guttormur Þorsteinsson formaður SHA og Lida Volkova, flóttamaður frá Úkraínu. Rússneska ljóðskáldið Natasha S. mun svo flytja ljóð. Fundarstjóri er Andrei Menshenin.
Ef veður leyfir verður svo dreift myndum af fórnarlömbum stríðsins og þátttakendum boðið að hengja þær upp á staðnum.
Að lokum verður brenna þar sem kveikt verður í táknmynd rússnesku innrásarinnar. Þetta vísar í forna slavneska hefð þar sem Rússar og Úkraínumenn brenna líkneski til þess að kveðja veturinn. Að þessu sinni er ekki bara verið að kveðja kuldann fyrir utan rússneska sendiráðið heldur einnig stríð og ofbeldi.

Viðburðurinn á Facebook.