Skip to main content
Bókarkápa Gengið til friðar, sögu herstöðvarbaráttunnar

Útgáfuhóf

By Fréttir, Viðburður

Hóf Skruddu vegna útgáfu sögu herstöðvarbaráttunnar: “Gengið til friðar” verður haldið í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð 39 fimmtudaginn 14. nóv kl. 16:00. Þar verða léttar veitingar í boði og stuttur upplestur.
Við munum svo auglýsa útgáfuhóf í Friðarhúsi sem verður haldið síðar í mánuðinum.

Ofnbakað grænmeti

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Það er gott í vændum í Friðarhúsi á föstudagskvöld, 25. október . Á fjáröflunarmálsverðinum verður því fagnað að bókin Gengið til friðar: saga andófs gegn herstöðvum og vígbúnaðarhyggju er komin út. Kokkurinn verður hin frábæra Dóra Svavars, sem hefur alltaf slegið í gegn.
Matseðill:
* Lambasíða brasseruð með rabarbarasultu
* Bygg- og baunahleifur
* Bakað rótargrænmeti m/þurrkuðum ávöxtum og kryddum
* Salat
* Nýbakað brauð
* Hrísgrjón
* Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu tekur við menningardagskrá. Kristín Svava Tómasdóttir segir frá bókinni „Dunu: sögu kvikmyndargerðarkonu“ sem kemur út á næstu dögum. Þá mun „karlinn á lýrukassanum“ – Guðmundur Guðmundsson lýrukassaleikari koma, segja frá hljóðfærinu og taka nokkur vel valin lög.
Öll velkomin. Verð kr. 2.500
Kjúklingabauna tagine

Fyrsti fjáröflunar­málsverður haustsins

By Fréttir, Viðburður
Septembermálsverður SHA verður í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudaginn 27. Þóra Kristín Þórsdóttir og Kolbeinn H. Stefánsson stýra pottum og pönnum.
Matseðill – marokkóskt þema:
  • Lambagúllas
  • Kjúklingabaunatagine
  • Brauð og kúskús
  • Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu mun Bony Man taka lagið og Hildur Hákonardóttir myndlistarkona mun segja frá pólitískri list sinni, en hún vann á sínum tíma fjölda áhugaverðra verka tengd friðar- og jafnréttisbaráttunni.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

Gengið til friðar

By Fréttir, Tilkynningar

Saga herstöðvabaráttunnar 1946-2006

 

Nú er hægt að forpanta bókina “Gengið til friðar, saga herstöðvabaráttunnar 1946-2006” á sérstöku tilboðsverði, 9.990 kr. Þar er rakin saga herstöðvabaráttunnar um sex áratuga skeið.
Í þessari efnismiklu og ríkulega myndskreyttu bók fjallar hópur höfunda um málið frá mörgum hliðum, þar sem einnig er fjallað um birtingarmyndir herstöðvabaráttunnar í bókmenntum, tónlist, myndlist og kvikmyndum svo dæmi séu tekin. Árni Hjartarson er ritstjóri verksins.

Kertafleytingar 9. ágúst

By Viðburður
Í Reykjavík stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir kertafleytingu til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Komið verður saman við suðvesturenda Reykjavíkurtjarnar kl. 22:30. Tómas Jóhannesson eðlisfræðingur flytur ávarp og Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Elín Oddný Sigurðardóttir verður fundarstjóri. Flotkerti verða seld á staðnum og kosta 1.000 krónur.
Árið 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengjum á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Borgirnar urðu rústir einar og gríðarlegur fjöldi fólks fórst eða örkumlaðist. Upp frá því hefur ógnin um beitingu kjarnorkuvopna vomað yfir mannkyni. Sjaldan hefur hættan á kjarnorkustríði verið meiri en einmitt um þessar mundir.
Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar minnst fórnarlamba
kjarnorkuárásanna og minnt á kröfu sína um veröld án kjarnorkuvopna með því að fleyta kertum, ýmist á Hírósíma- eða Nagasakí-daginn. Í ár verður seinni dagsetningin fyrir valinu, föstudaginn 9. ágúst verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu.
Á Ísafirði verður kertum fleytt við Neðstakaupstað á Suðurtanga kl. 22:30 þar sem Eiríkur Örn Norðdahl flytur ávarp. Akureyringar og Seyðfirðningar hefja leik hálftíma fyrr. Á Seyðisfirði verður safnast saman við tjörnina fyrir framan grunnskólann en Akureyringar fleyta við Leirutjörn, þar sem Ragnar Sverrisson flytur ávarp.
Kort af Tjörninni með staðsetningu kertafleytingarinnar merkta inn á