All Posts By

Stefán Pálsson

Fyrsti fundur miðnefndar

By Uncategorized

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum, en þar verður meðal annar lagt á ráðin um helstu atriði næsta starfsárs.

Íslendingar hafni pyntingum

By Uncategorized

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, CIA, fái að millilenda á Íslandi með fanga sem verið er að flytja í leynilegar fangabúðir eða til ríkja þar sem fangar eru pyntaðir. Þess er krafist að íslensk stjórnvöld geri viðeigandi ráðstafanir til að útiloka að land og lofthelgi Íslands séu misnotuð til slíkra verka og til annarra brota á þjóðarrétti.
Samtökin benda á að Bandaríkin brjóta með kerfisbundnum hætti réttindi fanga og alþjóðarétt. Ísland á að segja sig úr samtökum sem lúta forystu lögbrjóta og pyntingarmeistara.

Ályktun um brottför hersins

By Uncategorized

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að segja beri upp hinum svokallaða “varnarsamningi” Íslands og Bandaríkjanna og að herstöðinni á Miðnesheiði skuli lokað tafarlaust.

Ályktun gegn stríðsæsingum

By Uncategorized

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð gegn Afganistan og gegn Írak. Fjöldamorðin voru einnig notuð til að réttlæta skerðingu á mannréttindum almennra borgara, pyntingar og langvarandi varðhald á föngum án dóms og laga, og stóraukin vígbúnað. Engar sannanir voru lagðar fram um tengsl Afgana eða Íraka við fjöldamorðin 11. september 2001.

Nú hóta Bandaríkin að beita valdi gegn Sýrlandi og Íran eða beita viðskiptalegum þvingunum gegn almenningi þessara landa. Samtök herstöðvaandstæðinga fordæma hótanir Bandaríkjastjórnar gegn Sýrlandi og Íran og vara við nýjum lygum til að réttlæta ofbeldi gegn þessum löndum og íbúum þeirra. Samtök herstöðvaandstæðinga krefjast þess að íslensk stjórnvöld leggi fram þær sannanir um ábyrgð Afgana á fjöldamorðunum 11. september 2001, sem þau lögðu til grundvallar ákvörðun sinni að styðja árásir gegn þessu landi.

Ungrót í Friðarhúsi

By Uncategorized

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember munu Ungrótar-liðar sækja heim Friðarhús og fá fræðslu um starfsemi og baráttumál SHA.

Landsráðstefna SHA

By Uncategorized

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Óhætt er að segja að dagskráin sé spennandi, auk þess sem ýmsir hafa líka hug á að berja nýja húsið augum.

Klukkan 11:00 hefst fundurinn á hefðbundnum aðalfundarstörfum, þar sem kjörin verður miðnefnd, rætt um lagabreytingar, tillögur að ályktunum kynntar o.þ.h.

Í hádeginu verður matarhlé þar sem léttur hádegisverður er á boðstólum.

13:00 til 14:00 verður rætt um stefnuskrá SHA á grunni tillagna að nýrri stefnuskrá sem kynntar hafa verið.

Klukkan tvö hefst svo málþing um “Íslenska herinn”. Friðrik Guðmundsson og Kristinn Hrafnsson, framleiðendur heimildarmyndarinnar “Íslenska sveitin” segja frá upplifun sinni af heimsókn á slóðir “friðargæsluliða” í Afganistan. Eru íslensk stjórnvöld að að stofna her á laun? Einnig verður sýndur hluti af hinni erlendu útgáfu myndarinnar, sem meðal annars birtist í norska sjónvarpinu.

15:30 verður svo gengið til afgreiðslu stefnuskrárinnar og ályktana, en miðað er við að fundi ljúki ekki síðar en kl. 16.

Um kvöldið verður svo efnt til opnunarhátíðar Friðarhúss. Þar sem friðarsinnar koma saman og gera sér glaðan dag. Lárus Páll Birgisson verður með gamanmál og Svavar Knútur Kristinsson, sigurvegari trúbadorakeppni Rásar 2 2005 treður upp. Húsið verður opnað klukkan 21.

Vinnufundur í Friðarhúsi

By Uncategorized

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Að þessu sinni verður unnið að því að fullbúa húsnæðið fyrir landsráðstefnu SHA sem verður haldin 5. nóvember.

Húsið opnar kl. 20:00.

Allir velkomnir. Kaffi á boðstólum og léttar veitingar á vægu verði.

Landsráðstefna SHA

By Uncategorized

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Óhætt er að segja að dagskráin sé spennandi, auk þess sem ýmsir hafa líka hug á að berja nýja húsið augum.

Klukkan 11:00 hefst fundurinn á hefðbundnum aðalfundarstörfum, þar sem kjörin verður miðnefnd, rætt um lagabreytingar, tillögur að ályktunum kynntar o.þ.h.

Í hádeginu verður matarhlé þar sem léttur hádegisverður er á boðstólum.

13:00 til 14:00 verður rætt um stefnuskrá SHA á grunni tillagna að nýrri stefnuskrá sem kynntar hafa verið.

Klukkan tvö hefst svo málþing um “Íslenska herinn”. Friðrik Guðmundsson og Kristinn Hrafnsson, framleiðendur heimildarmyndarinnar “Íslenska sveitin” segja frá upplifun sinni af heimsókn á slóðir “friðargæsluliða” í Afganistan. Eru íslensk stjórnvöld að að stofna her á laun? Einnig verður sýndur hluti af hinni erlendu útgáfu myndarinnar, sem meðal annars birtist í norska sjónvarpinu.

15:30 verður svo gengið til afgreiðslu stefnuskrárinnar og ályktana, en miðað er við að fundi ljúki ekki síðar en kl. 16.

Um kvöldið verður svo efnt til opnunarhátíðar Friðarhúss. Þar sem friðarsinnar koma saman og gera sér glaðan dag. Lárus Páll Birgisson verður með gamanmál og Svavar Knútur Kristinsson, sigurvegari trúbadorakeppni Rásar 2 2005 treður upp. Húsið verður opnað klukkan 21.