Skip to main content
Category

Viðburður

Hundraðasti málsverðurinn!

By Viðburður

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl – sem mun vera hvorki meira né minna en hundraðasti málsverðurinn frá upphafi! Björk Vilhelmsdóttir og Dóra Svavarsdóttir sjá um eldamennsku. Þemað verður marokkósk veisla fyrir kjötætur jafnt sem grænkera.

    • Kjúklingur
    • Grænmeti
    • Couscous
    • Salat og annað góðgæti með norður afrískum áhrifum

Borðhald hefst kl. 19. Eftir mat verður glæný bók um róttækni og umhverfispólitík kynnt. Nánari dagskrá birt síðar. Verð kr. 2.000. Öll velkomin.

1949 – Austurvöllur – 2019

By Viðburður

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli ofbeldis gegn friðsömum mótmælendum á Austurvelli.

Samtök hernaðarandstæðinga munu minnast þessara atburða á Austurvelli
þann 30. mars n.k. milli kl. 13 og 17.

Sögusýning um glæpi Nató, ræðuhöld, kvikmyndasýning og tónlistarflutningur.

Marsmálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 ár frá inngöngunni örlagaríku í Nató.

Kokkar kvöldsins verða þeir Ævar Örn Jósepsson og Jón Yngvi Jóhannesson.

Matseðill:

  • Matar- og bragðmikið gúllas með rætur sem liggja til allra helstu ríkja Mið- og Austur-Evrópu en teygja anga sína líka alla leið til Hafnarfjarðar. (Fyrir kjötætur)
  • Matarmikið, bragðgott og einstaklega saðsamt bauna- og sveppagúllas úr Lauganesinu með mið-evrópsku ívafi. (Fyrir grænkera)
  • Royal-búðingur með þeyttum rjóma. Veganvæn útgáfa af hvorutveggja búðingnum og rjómanum verður einnig á boðstólunum.

Að borðhaldi loknu mun tónlistar og myndlistarkonan Heiða taka lagið og gera grein fyrir myndlistarsýningu sinni í húsinu. Gestur Páll Reynisson stjórnmálafræðingur býður upp á óvænta og skemmtilega sögustund: sögur úr hinu liðinu.

Sest að snæðingi kl. 19. Öll velkomin. Verð kr. 2.000.