Category

Viðburður

Friðarganga

Friðarganga á Þorláksmessu

By Fréttir, Viðburður

Frá árinu 1980 hafa íslenskar friðarhreyfingar staðið fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu til að leggja áherslu á kröfuna um afvopnun og friðsamlega lausn deilumála. Gangan í ár fer fram í skugga blóðugra hernaðarátaka víða um veröldina og vaxandi hernaðarhyggju sem birtist meðal annars í hugmyndum um stórfellda vígvæðingu og
hernaðarútgjöld. Kerfisbundið er grafið undan alþjóðlegum
afvopnunarsamningum og ráðamenn heimsins gæla við beitingu
kjarnorkuvopna. Það hefur því sjaldan verið brýnna að ganga fyrir friði.

Í Reykjavík verður safnast saman milli Snorabrautar og Hlemms og á
slaginu 18:00 mun gangan leggja af stað niður Laugaveginn undir söng kórs Söngfjelagsins sem Hilmar Örn Agnarsson stjórnar. Á Austurvelli verður stuttur útifundur þar sem Kolbrún Halldórsdóttir flytur ávarp. Fundarstjóri verður Askur Hrafn Hannesson. Fjölnota ljós sem ganga fyrir rafhlöðum verða seld í göngubyrjun á 1000 kr. stykkið og er göngufólk hvatt til að taka þau með sér heim eða skila aftur til endurvinnslu að göngu lokinni.

Vilji fólk styrkja gönguna um jafngildi eins kertis er hægt að gera það með því að smella hér.

Á Ísafirði og Akureyri verða göngur á sama tíma. Ísfirðingar safnast saman við Ísafjarðarkirkju og ganga að Silfurtorgi. Á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorgi. Ræðumaður á Akureyri er Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur, formaður Vonarbrúar.

Friðargangan í Reykjavík er haldin á vegum Samstarfshóps
friðarhreyfinga. Hann skipa ýmis félagasamtök:
Félag leikskólakennara.
Friðar- og mannréttindahópur BSRB
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
Samhljómur menningarheima
Samtök hernaðarandstæðinga
Búddistasamtökin SGI á Íslandi

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður SHA í Friðarhúsi

By Viðburður
Jólahlaðborð SHA ber að þessu sinni upp á föstudaginn 28. nóvember.
Að venju verður stillt fram veglegu hlaðborði. Meðal rétta:
  • Heimaverkuð sænsk jólaskinka með kartöflusalti, og sinnepssósu
  • Rækjufrauð
  • Kjúklingalifrarpaté
  • Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
  • Austfirsk sælkerasíld
  • Hnetusteik fyrir grænkera
  • Hummus
  • Baba ganoush
  • Kaffi og konfekt

Sest verður að snæðingi kl. 19.

Að borðhaldi loknu verður menningardagskrá. Aðgerðasinninn og söngvaskáldið Hörður Torfason tekur lagið og gerir grein fyrir nýútkominni bók sinni og Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir les úr nýrri skáldsögu sinni.
Verð kr. 3.000. Öll velkomin.
Gentle, Angry Women

„Gentle, Angry Women“ – kvikymyndasýning í Friðarhúsi

By Viðburður
Gentle, Angry women

Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20:00 sýnum við glænýja kvikmynd um Greenham Common-friðarbúðirnar, sem settar voru á stofn í Bretlandi árið 1981, „Gentle, Angry Women“. Íbúar friðarbúðanna voru allt róttækar konur, friðaraktívistar, sem hikuðu ekki við að grípa til beinna aðgerða í baráttu sinni.

Að sýningu myndarinnar lokinni mun kvikmyndagerðakonan Barbara Santi sitja fyrir svörum á Zoom.

Aðgangur ókeypis. Öll velkomin.

Saag ghost

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Lagfæringum í Friðarhúsi eftir lekann fyrr í haust má heita lokið og nú er blásið til fyrsta fjáröflunarmálsverðar haustsins á hrekkjavökunni sjálfri, föstudaginn 31. október. Jón Yngvi Jóhannsson sér um eldamennskuna en Eskihlíðargengið útbýr grænkeraréttinn.
Matseðill:
* Saag ghost – spínatkarrí með lambi og tilheyrandi meðlæti í pakistönskum anda.
* Dahl með spínati
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun Júlía Margrét Einarsdóttir lesa úr nýlegri skáldsögu sinni. Gunna Lára tekur lagið. Verð kr. 2.500. Sest verður að snæðingi kl. 19. Öll velkomin.

Hermang og hræðsluáróður

By Í brennidepli, Viðburður
Samtök hernaðarandstæðinga boða til óformlegs umræðufundar um hervæðingu Íslands og mótspyrnu gegn henni í Friðarhúsi miðvikudaginn 29. október kl. 20:00.
SHA leggja áherslu á að raunverulegir öryggishagsmunir Íslands byggi á friði og herleysi og kalla eftir umræðu um hvernig er hægt að vekja athygli á því meðal almennings og pressa á stjórnvöld um friðvænlegri stefnu.
Síðustu mánuði hafa dunið yfir okkur fréttir af því hvernig Ísland dregst sífellt lengra inn í stríðsæsinginn í Evrópu. Háum fjárhæðum er lofað í vopnakaup, hernaðartengdar framkvæmdir fyrir erlenda heri á Íslandi og sífellt fleiri viljayfirlýsingar eru undirritaðar um hernaðarsamvinnu. Á sama tíma hefur komið upp háværari umræða um stofnun íslensks hers. Allt gerist þetta í skugga þess að heimsmynd íslenskra- og evrópskra hernaðarsinna og talsmanna vestrænnar samvinnu hefur hrunið. Það er því langt síðan gefist hefur betra tækifæri til og verið meiri þörf á því að tala fyrir friðsamlegum valkostum.
Þjóð gegn þjóðarmorði, 6. september, Austurvöllur.

Þjóð gegn þjóðarmorði

By Viðburður
Þjóð gegn þjóðarmorði, 6. september, Ísafjörður, Reykjavík, Egilstaðir, Akureyri. Taktu daginn frá!

Fjöldafundur laugardaginn 6. september kl 14:00 á Austurvelli í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga eru meðal ótalmargra félagasamtaka sem standa að fjöldamótmælum á Austurvelli gegn þjóðarmorði Ísralshers í Palestínu á laugardaginn kemur. Fjölmennum og gerum þetta að stærstu pólitísku mótmælaaðgerðum ársins. Stríðinu verður að linna!

Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í Palestínu með hryllingi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og þar með efsta stigi hungursneyðar. Hún er alfarið manngerð af völdum Ísrael sem hefur lagt ræktanlegt landsvæði í rúst á Gaza og lokað fyrir að matvæli berist til íbúa. Samkvæmt gögnum ísraelska hersins eru 83% þeirra sem Ísrael hefur myrt almennir borgarar. Þar af eru a.m.k. 18.500 börn eða um 28 börn á hverjum einasta degi, álíka mörg og heill bekkur í grunnskóla á hverjum degi.

Þjóðarmorð stendur yfir af hálfu Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Stríðsglæpi Ísraels verður að stöðva.

Ríkisstjórn Íslands hefur líkt og aðrar ríkisstjórnir vestrænna ríkja ekki brugðist við glæpum Ísraels í samræmi við alvarleika þeirra. Nú hafa heildarsamtök launafólks, verkalýðsfélög, mannúðarsamtök, fagfélög og önnur samtök tekið saman höndum til að halda mótmælafundi um land allt þar sem almenningur kemur saman til að sýna samstöðu sína með Palestínsku þjóðinni og krefjast þess að íslensk ríkisstjórn grípi til alvöru aðgerða til að sýna afstöðu sína gegn þjóðarmorðinu!

Við höfnum þjóðarmorði og brotum Ísraels á alþjóðalögum. Tími yfirlýsinga og undanbragða er liðinn, tími aðgerða er runninn upp!

Fjölmennum á Austurvöll þann 6. september klukkan 14.00 og krefjumst tafarlausra og markvissra aðgerða íslenskra stjórnvalda gegn þjóðarmorðinu!

Kertafleyting

80 ár frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí – minningardagskrá

By Í brennidepli, Viðburður
Miðvikudaginn 6. ágúst kl. 22:30 stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir kertafleytingu til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Komið verður saman við suðvesturenda Reykjavíkurtjarnar. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða flytur ávarp og Steinunn Þóra Árnadóttir verður fundarstjóri. Flotkerti verða seld á staðnum og kosta 1.000 krónur.
Í ár eru 80 ár frá því að Bandaríkjaher varpaði kjarnorkusprengjum á Hírósíma og Nagasakí. Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur því einnig fyrir málþingi í Ráðhúsinu kl. 15-17 sem Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar setur. Guðni Th. Jóhannesson prófessor, Rósa Magnúsdóttir prófessor og Stefán Pálsson sagnfræðingur verða með erindi og Hörður Torfason flytur tónlist.
Strax á undan kertafleytingunni verður svo ljóðalestur á friðarljóðum í Hljómskálanum og hefst hann kl. 21. Þar koma fram ljóðskáldin Anton Helgi Jónsson, Eygló Jónsdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Sigurður Skúlason, Soffía Bjarnadóttir og Valdimar Tómasson.
Kertafleytingar verða einnig haldnar sama kvöld á Akureyri, Ísafirði, Patreksfirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði.
Við ítrekum kröfuna: Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasakí.
Félag leikskólakennara
Friðar og mannréttindahópur BSRB
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
Samhljómur menningarheima
Samtök hernaðarandstæðinga
Búddistasamtökin SGI á Íslandi
Dagskráin er styrkt af BSRB, Eflingu og Sameyki.
Kort af Tjörninni með staðsetningu kertafleytingarinnar merkta inn á
1. maí kaffi SHA

1. maí kaffi SHA

By Viðburður

Samtök hernaðarandstæðinga bjóða í sitt árlega 1. maí kaffi kl. 11:00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, áður en að safnast er saman í kröfugöngu verkalýðsins sem leggur af stað frá Skólavörðuholti 13:30.
Vöfflur og veglegar veitingar að venju á kostakjörum, aðeins 1.000 krónur.
Öll velkomin.

Kokkahúfur

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður

Þrátt fyrir páska og tíða frídaga er enginn bilbugur á hernaðarandstæðingum sem halda sinn mánaðarlega fjáröflunarmálsverð í Friðarhúsi föstudagskvöldið 25. apríl. Sigrún Guðmundsdóttir og Ævar Örn Jósepsson elda oní mannskapinn.

* Hakkabuff
* Grænmetisbuff
* Allt tilheyrandi meðlæti
* Kaffi og eftirréttur kynntur síðar

Að borðhaldi loknu mun Eyrún Ósk Jónsdóttir lesa friðarljóð, Egill Arnarson segja frá nýrri þýðingu sinni á verkinu Fyrir eilífum friði eftir Kant og tónlistarmaðurinn Sveinn Guðmundsson tekur lagið.

Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

Lasagna

Marsmálsverður SHA

By Viðburður
Nú er komið að marsmálsverði SHA, föstudaginn 28. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, kvöldið fyrir landsfund. Þorvaldur Þorvaldsson og Lowana Veal úr miðnefnd SHA sjá um matseld.
Matseðill:
* Lasagne með kjöti
* Eþíópiskur linsubaunaréttur með sætum kartöflum
* Pakora buff
* Hrísgrjón
* Salat
* Bláberja flapjack og hjónabandssæla með kaffinu
Að borðhaldi loknu mun Eva Rún Snorradóttir lesa úr nýlegri skáldsögu sinni „Eldri konur“ og tónlistarmaðurinn Markús tekur nokkur lög.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2500. Öll velkomin