* Saag ghost – spínatkarrí með lambi og tilheyrandi meðlæti í pakistönskum anda.
* Dahl með spínati
* Kaffi og konfekt
Samtök hernaðarandstæðinga eru meðal ótalmargra félagasamtaka sem standa að fjöldamótmælum á Austurvelli gegn þjóðarmorði Ísralshers í Palestínu á laugardaginn kemur. Fjölmennum og gerum þetta að stærstu pólitísku mótmælaaðgerðum ársins. Stríðinu verður að linna!
Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í Palestínu með hryllingi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og þar með efsta stigi hungursneyðar. Hún er alfarið manngerð af völdum Ísrael sem hefur lagt ræktanlegt landsvæði í rúst á Gaza og lokað fyrir að matvæli berist til íbúa. Samkvæmt gögnum ísraelska hersins eru 83% þeirra sem Ísrael hefur myrt almennir borgarar. Þar af eru a.m.k. 18.500 börn eða um 28 börn á hverjum einasta degi, álíka mörg og heill bekkur í grunnskóla á hverjum degi.
Þjóðarmorð stendur yfir af hálfu Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Stríðsglæpi Ísraels verður að stöðva.
Ríkisstjórn Íslands hefur líkt og aðrar ríkisstjórnir vestrænna ríkja ekki brugðist við glæpum Ísraels í samræmi við alvarleika þeirra. Nú hafa heildarsamtök launafólks, verkalýðsfélög, mannúðarsamtök, fagfélög og önnur samtök tekið saman höndum til að halda mótmælafundi um land allt þar sem almenningur kemur saman til að sýna samstöðu sína með Palestínsku þjóðinni og krefjast þess að íslensk ríkisstjórn grípi til alvöru aðgerða til að sýna afstöðu sína gegn þjóðarmorðinu!
Við höfnum þjóðarmorði og brotum Ísraels á alþjóðalögum. Tími yfirlýsinga og undanbragða er liðinn, tími aðgerða er runninn upp!
Fjölmennum á Austurvöll þann 6. september klukkan 14.00 og krefjumst tafarlausra og markvissra aðgerða íslenskra stjórnvalda gegn þjóðarmorðinu!
Þrátt fyrir páska og tíða frídaga er enginn bilbugur á hernaðarandstæðingum sem halda sinn mánaðarlega fjáröflunarmálsverð í Friðarhúsi föstudagskvöldið 25. apríl. Sigrún Guðmundsdóttir og Ævar Örn Jósepsson elda oní mannskapinn.
* Hakkabuff
* Grænmetisbuff
* Allt tilheyrandi meðlæti
* Kaffi og eftirréttur kynntur síðar
Að borðhaldi loknu mun Eyrún Ósk Jónsdóttir lesa friðarljóð, Egill Arnarson segja frá nýrri þýðingu sinni á verkinu Fyrir eilífum friði eftir Kant og tónlistarmaðurinn Sveinn Guðmundsson tekur lagið.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.500. Öll velkomin.
Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 29. mars.
Dagskrá hefst kl. 11 með stjórnarkjöri og almennum aðalfundarstörfum.
Léttur hádegisverður í boði.
Klukkan 13 verður rætt um Grænland og pólitíska stöðu þess, m.a. í ljósi ásælni Bandaríkjamanna. Steinunn Þóra Árnadóttir hernaðarandstæðingur og fyrrum formaður Vestnorræna ráðsins & Skafti Jónsson fyrrum aðalræðismaður Íslands á Grænlandi hafa framsögu á undan almennum umræðum.
Að málstofunni lokinni halda fundarstörf áfram en áætlað er að fundi ljúki eigi síðar en kl. 16.
Fram hafa komið hugmyndir á síðustu dögum um stofnun íslensks hers. Þar vill gleymast að fyrr á öldinni eignuðust Íslendingar sína eigin hersveit, sem starfrækt var í Kabúl í Afganistan. Friðrik Guðmundsson og Kristinn Hrafnsson gerðu frábæra heimildarmynd, „Chicken Commander“ (Ísl: Íslenska sveitin) um þetta furðufyrirbæri. Myndin verður sýnd í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 5. mars kl. 20:00 og eru öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Til hliðar
Eftirréttur