Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. Meira en tíu þúsund manns féllu í átöku stríðandi fylkinga, en landið logar í deilum milli þjóðarbrota og trúarhópa. Um 1.200 manns féllu í desembermánuði einum í því sem ýmsir óttast að sé einungis byrjunin á nýrri borgarastyrjöld sem muni leiða ómældar hörmungar yfir þessa stríðshrjáðu þjóð á árinu 2014.
Tómlæti vestrænna fjölmiðla og stjórnmálamanna um atburði þessa er sláandi. Flestum má þó vera ljós ábyrgð þeirra sem hófu þessa vegferð árið 2003. Innrásin í Írak er versta ákvörðun sem tekin hefur verið á síðustu áratugum og heimurinn mun súpa seyðið af henni um langt árabil. Verstar eru þó hörmungar Íraka sjálfra. Read More