UVG mótmæla Nató-forkólfi

By 18/09/2013 January 7th, 2014 Uncategorized

Ungliðar í Vinstri grænum boða til mótmæla við Norræna húsið fimmtudaginn 19. september kl. 9:30, en þar mun formaður hermálanefndar Nató halda erindi. Í tilkynningu frá UVG segir:

Ung vinstri græn efla til friðsamlegra mótmæla við Norræna húsið í klukkan hálftíu í fyrramálið vegna fyrirlestrar Knud Bartels hershöfðingja og formanns hermálanefndar NATÓ um stöðu bandalagsins í fyrramálið.

Utanríkisráðherra hefur nýverið boðað að ný ríkisstjórn muni auka þátttöku Íslands í hernaðarbandalaginu. Með mótmælunum vilja Uvg vekja athygli á raunverulegri starfsemi NATÓ, sem hefur staðið fyrir óforskammaðri hernaðarhyggju og stríðsbrölti gegn þjóðu heims í nafni lýðræðis og mannúðar. Þá ítreka Uvg þá skýlausu kröfu frá nýafstöðnum landsfundi að “að Íslendingar segi sig tafarlaust úr NATÓ, hætti að eyða fjármunum ríkissjóðs í stríðsrekstur og taki ekki lengur þátt í “mannúðarverkefnum” sem fela í sér morð og eyðileggingu samfélaga.”

Ást og bylting,

Sjálfsagt er að hvetja hernaðarandtæðinga til að mæta. Fésbókarsíðu atburðarins má sjá hér.