Monthly Archives

March 2006

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

By Uncategorized

Höfnum stríði Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15
Samtök herstöðvaandstæðinga

Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. 11.

Almennur borgarafundur í Háskólabíói kl. 13
Þjóðarhreyfingin – með lýðræði

Tónleikar undir nafninu Æsum til friðar verða á Gauk á Stöng föstudaginn 17. mars

Samarra: Stærsta hernaðaraðgerð Bandaríkjanna frá innrásinni í Írak

Yfirlit yfir aðgerðir víðsvegar um heim:

Troops Out Now (17.03.: upplýsingar frá 243 stöðum)
Stop the War Coalition
United for Peace and Justice (17.03.: meira en 500 aðgerðir skráðar)

Æsum til friðar

By Uncategorized

Nilfisk - hljómsveit Tónleikar á Gauknum 17. mars

Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin – með lýðræði sem standa fyrir aðgerðum í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Föstudaginn 17. mars efna hljómsveitirnar Shadow parade, mrs Pine, NilFisk, Coral og Touch til tónleika undir heitinu Æsum til friðar.

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

By Uncategorized

No Iran War Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna á aðdraganda innrásarinnar í Írak fyrir þremur árum. Í grein á vefnum Gagnauga.is eru leidd rök að því að Bandaríkjastjórn sé að undirbúa árás á Íran og útiloki jafnvel ekki notkun svokallaðra „minni kjarnorkuvopna“. Greinina er hægt að nálgast hér.

Fjölmiðlar og Íraksstríð

By Uncategorized

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. mars efna SHA til fundar um þennan þátt Íraksmálsins. Fréttamennirnir Sveinn Guðmarsson á NFS og Gunnar Gunnarsson á RÚV rekja reynslu sína af fréttaflutningi í umhverfi fréttastýringar og ritskoðunar. Að loknum stuttum kynningarerindum gefst gott færi til umræðna.

Fundurinn hefst kl. 20 og allir eru velkomnir.

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

By Uncategorized

F 4 orrustuþota Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn hefur verið að suða um að fá að hafa áfram, verði sendar burt af landinu í september næstkomandi. Nú væri bara óskandi að ríkisstjórnin hefði döngun í sér til að segja upp herstöðvasamningnum og segja síðan skilið við NATO. Það er nefnilega ljóst að Bandaríkjastjórn hefur ekki hug á að leggja niður herstöðina á Miðnesheiði, hún vill hafa þar aðstöðu áftram, þótt hún verði mannlaus eða með lágmarksmannafla, til þess að geta gripið til hennar ef þörf sýnist á.

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa löngum bent á nauðsyn þess að atvinnumál verði efld á Suðurnesjum til að byggðin þar verði undir það búin að starfsemi herstöðvarinnar dragist saman eða leggist niður. Raunar bíður allmikil vinna við að hreinsa upp eftir herinn. Það starf þarf að hefjast sem fyrst og að sjálfsögðu eiga Bandaríkin að bera kostnað af því.

Því miður verða orrustuþoturnar ekki sendar til niðurrifs, heldur til vafasamrar þjónustu annars staðar í heiminum. Með samdrætti í herstöðinni hér er verið að losa mannafla og tæki til notkunar á þeim stöðum þar sem Bandaríkin halda nú uppi hernaði eða ógnarástandi. Baráttu herstöðvaandstæðinga og friðarsinna er ekki lokið hvorki heima fyrir né á alþjóðavísu. Með mótmælaaðgerðunum nk. laugardag, 18. mars, mótmælum við meðal annars þeim verkum sem herliðið og tækin af Keflavíkurflugvelli verða nú sett til.

ritstjóri

Divided States of America – Grandrokk 16. mars

By Uncategorized

Laibach Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd um hljómsveitina á Grand Rokk á fimmtudagskvöldið kemur, 16. mars.

DIVIDED STATES OF AMERICA

Myndin heitir ,,Divided States of America” – Hin sundruðu ríki Ameríku – og fylgir Laibach á ferð um 15 borgir í Bandaríkjunum fyrir tveimur arum. Stór hluti myndarinnar fer raunar í að sundurgreina bandarískt samfélag, hugsunarhátt, hernaðarhyggju, atburðina 11. september o. fl. Þar er fjöldi viðtala við bandaríska aðdáendur hljómsveitarinnarsem eyða drjúgum hluta myndarinnar í að skilgreina sitt eigið samfélag, kosti þess og galla.Í myndinn kemur skýrt fram að Laibach telja sig greina í Bandaríkjunum dagsins í dagsterkar tilhneigingar til alræðis.

Hljómsveitin og leikstjórinn sjá mörg teikn um daður við lögregluríki í okkar vestræna fyrirmyndarþjóðfélagi. Í myndinni eru harkalegar yfirlýsingar Laibach um Rómarveldi nútímans – hina gjörsamlega ábyrgðarlausu untanríkisstefnu Bandaríkjanna í dag og nýju íhaldsmannanna þar, sem virðast á góðri leið með að leggja heiminn undir sig án þess að nokkur þjóðríki eða alþjóðastofnanir fái rönd við reist.Laibach þekkja tilhneigingar stjórnvalda til ofríkis og daður við lögreglueftirlit vegna þess að hljómsveitin hefur verið bönnuð oftar en nokkur önnur.

Ljóðskáldið Peter Mlakar, sem gjarnan fylgir Laibach á hljómleikum, heldur þrumandi ræðu í myndinni, þar sem hann segir m. a. :

,,Því hærra sem turnarnir rísa, því lægra sekkur siðferðið.”[,,The higher the towers, the lower the morals ..” – Peter Mlakar, 2004]

upplýsingar: http://traffik.is/laibach

Norðurlandsdeild SHA fundar

By Uncategorized

AkureyriNorðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn 18. mars, kl. 16.30. Þess verður minnst að um þessa helgi (19. mars) eru 3 ár liðin síðan innrásarstríðið í Írak hófst enda verða á laugardag alþjóðlegar aðgerðir gegn innrásar- og hernámsöflunum.

Fundurinn á Kaffi Amor er þó ekki opinn öllum, heldur innri fundur í Norðurlandsdeilder SHA. Allir sem vilja vera félagar í SHA eru hvattir til að mæta. Kosin verður ný stjórn deildarinnar og rætt um verkefni og baráttumál.

Stjórn Norðurlandsdeildar SHA

Íraksdagar í Friðarhúsi – þriðjudagur & miðvikudagur

By Uncategorized

Þriðjudagskvöldið 14. mars mun Dagur Þorleifsson fjalla um þá ólíku trúarhópa og þjóðflokka sem byggja Írak og reyna varpa ljósi á orsakir deilna milli einstakra hópa.

Miðvikudagskvöldið 15. mars verður sýnd heimildarmynd sem nefnist Uncovered – The War on Iraq og varpar ljósi á margt gruggugt í aðdraganda Íraksstríðsins.

Báða daga hefst dagskráin kl. 20. Allir velkomnir.
Sjá nánar hér.