Monthly Archives

March 2006

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

By Uncategorized

RNB merkiEin af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi í sífellu, bendir fátt til að sú aukning verði þess valdandi að fleiri sjónarmið heyrist eða að umræðan endurspegli endilega almenn viðhorf í þjóðfélaginu. Maraþonumræður síðustu daga um hermálið eru gott dæmi um þetta.

Gríðarlegum tíma er nú varið í að ræða framtíð herstöðvarinnar á Miðnesheiði, en hið ríkjandi sjónarmið í þeirri fjölmiðlaumræðu virðist vera á þá leið að stjórnvöld eigi að leita allra leiða til að tryggja einhvers konar áframhaldandi herstöðvarrekstur með öllum tiltækum ráðum. Þessi viðhorf eru verulega á skjön við þá umræðu sem heyra má hvarvetna annars staðar í þjóðfélaginu. Um fátt er meira rætt manna á milli en tíðindin í herstöðvarmálinu, en í hugum þorra fólks snýst sú umræða ekki um að reyna að hverfa aftur í tímann.

Fólk veltir fyrir sér praktískum atriðum varðandi framtíð Keflavíkurflugvallar og mögulegum áhrifum varðandi innanlandsflug. Menn íhuga framtíð Landhelgisgæslunnar og þyrlubjörgunarsveitarinnar. Aðrir spyrja hvernig Bandaríkjamenn eigi að skila af sér landinu, meðal annars með tilliti til mengunarspjalla? Spurningin sem langflestir velta svo vöngum yfir er þessi: hvað tekur nú við – hvernig nýtum við best aðstöðuna á vellinum?

Í hugum þorra fólks fela fregnir af yfirvofandi brottför hersins ekki í sér neina krísu. Sú krísa er einungis til í huga tiltölulega fámenns hóps. Illu heilli eru stjórnmálamenn og fréttaskýrendur fjölmennir í þeim hópi.

Gjáin sem myndast hefur milli almennings og ráðamanna í þessu máli hlýtur að vera sérstakt áhyggjuefni fyrir þann þjóðfélagshóp sem hefur hvað mestra hagsmuna að gæta, íbúa Suðurnesja. Fyrir Suðurnes gæti brottför hersins falið í sér fjölda tækifæra og orðið uppspretta aukinnar hagsældar. Forsenda þess að svo geti orðið er á hinn bóginn að herstöðinni verði lokað fyrir fullt og allt, að sómasamlega verði að brottflutningnum staðið og að svæðið vertði hreinsað með bestu fáanlegu tækni.

Ekkert af þessu er hins vegar á dagskrá íslenskra stjórnvalda. Markmið þeirra virðist vera að breyta herstöðivnni í draugaþorp til að halda í hana að nafninu til. Þar með myndi aðstaðan ekki nýtast á nokkurn hátt, nýsköpun yrði ómöguleg og ekkert færi fyrir hreinsun.

Sú staða er nú komin upp í hermálinu að herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn – hvar í flokki sem þeir standa – þurfa að snúa bökum saman. Saman verðum við að berjast gegn öllum hugmyndum um draugaþorp stöðnunar á Miðnesheiði. Krafan um algjöra og tafarlausa lokun herstöðvarinnar er augljóst sameiginlegt baráttumál eins og staðan er nú. Herinn burt!

Greinin birtist einnig í Blaðinu mánudaginn 27. mars.

Stefán Pálsson

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

By Uncategorized

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í huga að ekkert hefur verið sagt um það að herstöðinn á Keflavíkurflugvelli verði lögð niður, að varnarsamningnum , sem við herstöðvaandstæðingar köllum venjulega herstöðvasamning, verði rift eða að Ísland muni ganga úr NATO. Þó hefur það heyrst í öllum flokkum að réttast væri að segja samningnum upp enda sé hann innantómt plagg eftir að herinn og vígtólin eru farin.

Það er reyndar ekki rétt. Það er mjög hæpið að skilja þennan samning svo að með honum skuldbindi Bandaríkjamenn sig til að hafa hér herlið. Í tveimur greinum hans er vikið að herliði, og þá er það svona:

    „3. grein. Það skal vera háð samþykki Íslands, hverrar þjóðar menn eru í varnarliðinu, svo og með hverjum hætti það tekur við og hagnýtir þá aðstöðu á Íslandi, sem veitt er með samningi þessum.“
    4. grein. Það skal háð samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar, hversu margir menn hafa setu á Íslandi samkvæmt samningi þessum.

Inntak samningsins felst í 1. grein hans:

    Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum sem greinir í samingi þessum. Í þessu skyni og með varnir á svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, fyrir augum, lætur Ísland í té þá aðstöðu í landinu, sem báðir aðilar eru ásáttir um, að sé nauðsynleg.

Það er hæpið að skilja greinar 3 og 4 svo að hér skuli vera herlið, heldur einungis, að sé hér herlið á annað borð, þá hafi íslenska ríkisstjórnin eitthvað um það að segja hversu fjölmennt að sé og hverrar þjóðar menn eru í því. Í 7. grein segir nefnilega:

    Meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaðarþarfa, mun Ísland annaðhvort sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heimila Bandaríkjunum að annast það.

Í samningnum er sem sagt gert ráð fyrir, að til þess geti komið að aðstöðunni sé haldið hér þótt hún verði ekki notuð til hernaðarþarfa. Og reyndar ber samingurinn það með sér að Ísland sé aukaatriði í þessum samningi að öðru leyti en því að það leggi Bandaríkjunum og NATO til land undir hugsanlega hernaðaraðstöðu eftir því sem þessir aðilar telja sig þurfa á að halda. Í inngangi samningsins segir:

    Þar sem Íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða […] hefur Norður-Atlantshafsbandalagið farið þess á leit við Ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlantshafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á því svæði fyrir augum[…]

Svo er í 7. grein samningsins sagt:

    Hvor ríkisstjórn getur, hvenær sem er, að undanfarinni tilkynningu til hinnar ríkisstjórnarinnar, farið þess á leit við ráð Norður-Atlantshafsbandalagsins, að það endurskoði, hvort lengur þurfi á að halda framangreindri aðstöðu, og geri tillögur til beggja ríkisstjórnanna um það, hvort samningur þessi skuli gilda áfram.

Síðan er sagt að ef slík málaleitan um endurskoðun leiði ekki til þess að ríkisstjórnirnar verði ásáttar innan sex mánaða geti hvor um sig sagt samningnum upp.

Þessi samningur snýst ekki um herlið eða vopn heldur bara um aðstöðu. Hvergi er getið um hvernig ráðstafanir Bandaríkin skuli gera til varnar landinu, það er í raun alveg opið hvort þau gera það með því að hafa hér staðsett herlið og vígtól eða á einhvern annan hátt. Það er fyrst með bókuninni 1994 að samið er um að hér verði að lágmarki fjórar orrustuþotur og nauðsynlegur mannafli og búnaður til að halda þeim úti og jafnframt að viðhaldið sé björgunarsveitinni, flugstöð flotans og loftvarnarkerfi Íslands. Sömu ákvæði eru voru í bókuninni sem gerð var 1996 og gilti til 5 ára.

Samningurinn er ekki einu sinni fyrst og fremst vegna varna Íslands. Hann snýst um aðstöðu fyrir Bandaríkin og NATO. Þess vegna er samningurinn réttnefndur herstöðvasamningur þótt opinberlega heiti hann varnarsamningur. Hann ber vott um mikinn undirlægjuhátt þeirra íslensku stjórnvalda sem stóðu að honum. Það er ljóst að fyrir Bandaríkjamönnum hefur aðalatriðið alltaf verið að hafa hér aðstöðu fyrir sig, hvort sem þeir nýta hana eða ekki, og þá aðstöðu ætla þeir væntanlega að hafa áfram, en íslenska ríkisstjórnin sækir það fast að hér verði áfram einhver búnaður og mannafli. Við herstöðvaandstæðingar krefjumst þess hins vegar sem fyrr að herstöðin verði lögð niður, herstöðvasamningnum rift og Ísland gangi úr NATO.

Einar Ólafsson (allar leturbreytingar eru höfundar)

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19.

Sigríður Kristinsdóttir, dyggur félagi í SHA sér um matseldina ásamt Systu

Matseðill:
Steiktur svínabógur með tilbehör
Indverskur kjúklingabaunaréttur
og úrval heimabakaðra brauða

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars.
Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19.

Sigríður Kristinsdóttir, dyggur félagi í SHA sér um matseldina ásamt Systu

Matseðill:
Steiktur svínabógur með tilbehör
Indverskur kjúklingabaunaréttur
og úrval heimabakaðra brauða

Allt þetta fæst fyrir litlar 1.000 krónur.

Sigurborg Hilmarsdóttir og Kristján Eiríksson sjá um upplestur úr bók sem heitir Landafræði minninganna og er eftir króatísku skáldkonuna Spomenku Stimec, lesið verður úr seinasta kafla bókarinnar sem fjallar um stríðið í landinu upp úr 1990. Spomenka skrifar á esperanto og eru þetta þýðing úr því máli.

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

By Uncategorized

18  mars 2006 006a

Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á fundi Þjóðarhreyfingarinnar – með lýðræði í Háskólabíói, en að honum loknum flykktust menn á útifund sem Samtök herstöðvaandstæðinga stóðu fyrir á Ingólfstorgi. Þar fluttu Sjöfn Ingólfsdóttir og Haukur Már Helgason ávörp. Í útvarpsfréttum var sagt að á þriðja hundrað manns hafi sótt þann fund, en það er gróft vanmat og mun talan 800-1.000 vera nær lagi.

Ávarp Sjafnar Ingólfsdóttur á Ingólfstorgi 18. mars 2006

Fundir og mótmælagöngur voru víða um heim þessa helgi. Hér eru nokkrar tilvísanir í upplýsingar og myndir:

MARCH 18: The World Marches Against the War
Skýrsla frá Troops Out Now Coalition í Bandaríkjunum. Aðgerðir á fjölmörgum stöðum í Bandaríkjunum.

Stop the War Coalition í Bretlandi. Tugir þúsunda gengu um götur Lundúna
MyndirFrásögn
Indymedia
Indymedia 1 – myndir o.fl.
Indymedia 2 – myndir o.fl.
Indymedia 3 – myndir o.fl.
Indymedia 4 – myndir o.fl.

Indymedia um allan heim:

Estrecho: Sevilla, Córdoba | Maritimes: Halifax feature and photos, Fredericton | Ontario: London, Toronto, Windsor | Ottawa Video | BC Vancouver | Winnipeg Victoria | Alacant | Barcelona: 1 2 | Bruxelles: 1 2 3 4 | West-Vlaanderen | Bulgaria | Cyprus: Greek English | Euskal Herria: Ermua | Ireland: Dublin | Germany: Berlin, Duisburg, Trier, Tübingen | Italia: Roma, Palermo, Saronno and Gorizia | Nederland: Amsterdam | Norge | Polska: Warszawa English report and photos, Wrocław, Wa-wa, Poznań | Portugal: Lisboa | Scotland: Glasgow | Switzerland: Feature, Ginevra | Brasil: 1 2 3 | Peru: Lima | Puerto Rico | Aotearoa: Wellington, Hamilton and Auckland | Perth

Myndir frá Nicosíu á Kýpur þar sem grískir og tyrkneskir og kristnir og múslímskir Kýpverjar fóru saman í mótmælagöngu.

Um 5000 manns tóku þátt í mótmælagöngu í Brussel þar sem 86 samtök af ýsmu tagi fylktu liði. Sjá hér.
MyndirFleiri myndir hér

Myndir frá Helsinki

Myndir frá Reykjavík:
18  mars 2006 024

18  mars 2006 028

18  mars 2006 033

18  mars 2006 038

18  mars 2006 047