Skip to main content
Tag

mótmæli

Þúfa

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

By Viðburður
Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í Úkraínu. Friðarsinnar hyggjast nota tækifærið til að hvetja leiðtogana til þess að vinna með öllum ráðum að því að átökum ljúki og samið verði um varanlegan frið. Í því skyni verður safnast saman við Þúfuna, útilistaverkið á norðvesturgarði Reykajvíkurhafnar – gegnt Hörpu kl. 17, þriðjudaginn 16. maí.
Friðarsinnar eru hvattir til að mæta með sjóstöng eða handfæri til að reyna að næla sér í nokkra marhnúta á meðan þjóðhöfðingjarnir eru minntir á friðarmálstaðinn.
365 dagar frá innrás Rússa í Úkraínu

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

By Í brennidepli, Viðburður

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, kl. 17:30 í dag.

24. febrúar 2023 markar 365 daga frá því að stríðið í Úkraínu hófst. Rússar gegn stríði skipuleggja viðburð til þess að sýna samstöðu með Úkraínumönnum og minnast fórnarlamba stríðsins.

Á meðal ræðumanna verða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guttormur Þorsteinsson formaður SHA og Lida Volkova, flóttamaður frá Úkraínu. Rússneska ljóðskáldið Natasha S. mun svo flytja ljóð. Fundarstjóri er Andrei Menshenin.
Ef veður leyfir verður svo dreift myndum af fórnarlömbum stríðsins og þátttakendum boðið að hengja þær upp á staðnum.
Að lokum verður brenna þar sem kveikt verður í táknmynd rússnesku innrásarinnar. Þetta vísar í forna slavneska hefð þar sem Rússar og Úkraínumenn brenna líkneski til þess að kveðja veturinn. Að þessu sinni er ekki bara verið að kveðja kuldann fyrir utan rússneska sendiráðið heldur einnig stríð og ofbeldi.

Viðburðurinn á Facebook.