Skip to main content
Tag

málsverður

Lasagna

Marsmálsverður SHA

By Viðburður
Nú er komið að marsmálsverði SHA, föstudaginn 28. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, kvöldið fyrir landsfund. Þorvaldur Þorvaldsson og Lowana Veal úr miðnefnd SHA sjá um matseld.
Matseðill:
* Lasagne með kjöti
* Eþíópiskur linsubaunaréttur með sætum kartöflum
* Pakora buff
* Hrísgrjón
* Salat
* Bláberja flapjack og hjónabandssæla með kaffinu
Að borðhaldi loknu mun Eva Rún Snorradóttir lesa úr nýlegri skáldsögu sinni „Eldri konur“ og tónlistarmaðurinn Markús tekur nokkur lög.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2500. Öll velkomin
Chili

Málsverður febrúar

By Viðburður
Nú er komið að febrúarmálsverð SHA, föstudaginn 28. febrúar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, og að venju er maturinn ljúffengur og dagskráin ríkuleg. Sæþór Benjamín Randalsson sér um aðal- og eftirrétt en Þórhildur Heimisdóttir um grænkerana.
Aðalréttur
  • Sterkt og bragðmikið íslenskt kalkúna chili con carne, eldað í vel krydduðum tómatgrunni. Stökkar maísflögur, bræddur ostur og frískandi sýrður rjómi til hliðar.
  • Ljúffengt grænkera chili sin carne.

Til hliðar

  • Fullkomlega kryddaðar reyktar svartar baunir.
  • Hressandi rauðrófusalat.

Eftirréttur

  • Munúðarfull og djúsí súkkulaðibrúnterta, kaffi og konfekt.
Að borðhaldi loknu mun Þorvaldur Örn Árnason taka lagið og gera grein fyrir ferli Arnar Bjarnasonar, sem var áberandi í tónlistarlífi friðarsinna hér áður fyrr.
Húsið opnar kl. 18:30, matur er borinn fram 19:00 og kostar 2.500 kr.
Öll velkomin
Maklouba með kjúkling

Málsverður janúarmánaðar

By Viðburður

Boðið verður til fyrsta málsverðar ársins í Friðarhúsi föstudaginn 31. janúar kl. 19:00 í samstarfi við MFÍK.

Kokkar janúarmánaðar eru stjórnarkonur í MFÍK með aðstoð palestínskra vinkvenna. Matseðillinn er í takt við vopnahléð á Gaza:

  • Maklouba með kjúkling
  • Vegan Maklouba
  • Eftirréttir frá Mið-Austurlöndum
Að borðhaldi loknu mun Þorvaldur Örn Árnason taka lagið og gera grein fyrir ferli Arnar Bjarnasonar, sem var áberandi í tónlistarlífi friðarsinna hér áður fyrr.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2500. Öll velkomin!
Fullveldismálsverður

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi – Daginn fyrir kjördag

By Viðburður
Jólahlaðborð SHA ber að þessu sinni upp á föstudaginn 29. nóvember.
Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér að venju um krásirnar. Matseðill:
• Heimaverkuð sænsk jólaskinka með kartöflusalti, og sinnepssósu
• Heimagerð lifrakæfa og heimagert rúgbrauð
• Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
• Sérverkuð síld og sinnepssalsasíld
• Rækjufrauð
• Hnetusteik fyrir grænkera
• Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19.
Að borðhaldi loknu hefst menningardagskrá. Guðrún Eva Mínervudóttir les úr nýrri skáldævisögu og tónlistarmaðurinn Cacksakkah flytur jólapönk af frumlegustu gerð. Frekari dagskráratriði kynnt þegar nær dregur.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.
Ofnbakað grænmeti

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Það er gott í vændum í Friðarhúsi á föstudagskvöld, 25. október . Á fjáröflunarmálsverðinum verður því fagnað að bókin Gengið til friðar: saga andófs gegn herstöðvum og vígbúnaðarhyggju er komin út. Kokkurinn verður hin frábæra Dóra Svavars, sem hefur alltaf slegið í gegn.
Matseðill:
* Lambasíða brasseruð með rabarbarasultu
* Bygg- og baunahleifur
* Bakað rótargrænmeti m/þurrkuðum ávöxtum og kryddum
* Salat
* Nýbakað brauð
* Hrísgrjón
* Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu tekur við menningardagskrá. Kristín Svava Tómasdóttir segir frá bókinni „Dunu: sögu kvikmyndargerðarkonu“ sem kemur út á næstu dögum. Þá mun „karlinn á lýrukassanum“ – Guðmundur Guðmundsson lýrukassaleikari koma, segja frá hljóðfærinu og taka nokkur vel valin lög.
Öll velkomin. Verð kr. 2.500
Kjúklingabauna tagine

Fyrsti fjáröflunar­málsverður haustsins

By Fréttir, Viðburður
Septembermálsverður SHA verður í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudaginn 27. Þóra Kristín Þórsdóttir og Kolbeinn H. Stefánsson stýra pottum og pönnum.
Matseðill – marokkóskt þema:
  • Lambagúllas
  • Kjúklingabaunatagine
  • Brauð og kúskús
  • Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu mun Bony Man taka lagið og Hildur Hákonardóttir myndlistarkona mun segja frá pólitískri list sinni, en hún vann á sínum tíma fjölda áhugaverðra verka tengd friðar- og jafnréttisbaráttunni.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

Málsverður á föstudaginn langa

By Viðburður
Sú var tíðin að föstudagurinn langi var leiðinlegasti dagur ársins, þar sem ekkert mátti gera. Þeir dagar eru löngu liðnir. Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður haldinn eins og ekkert hafi í skorist. Matseðillinn er með glæsilegasta móti og skemmtiatriðin ekki af verri endanum!
Kokkar kvöldsins verða Jón Yngvi Jóhannsson sem sér um alæturnar og Harpa Kristbergsdóttir sem sinnir grænkerunum:
* Svarti sauðurinn – hægeldað lamb í svörtu tapenade og rauðvíni
* Kartöflumús
* Salat með rauðrófum og klettasalati og kannski fleira
* Kitheri – afrískur pottréttur
* Hrísgrjón eða brauð
* Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu mun Guðjón Jensson segja frá nýlegri skáldsögu sinni, Löngu horfin spor & hin eina sanna fjöllistakona Skaði Þórðardóttir tekur lagið.
Húsið verður opnað kl. 18:30. Verð kr. 2.500, öll velkomin.
Qidreh pottréttur

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi fer fram föstudaginn 23. febrúar n.k. Um er að ræða sannkallaðan fjölskyldumálsverð með tveimur kokkateymum: bræðrunum Friðriki og Gísla Atlasonum & Eskhlíðingunum Stefáni, Steinunni Þóru og Nóam ÓIa.

Matseðill:

* Qidreh – palestínskur lamba- og hrísgrjónapottréttur
* Mexíkóskur grænkerapottréttur með svartbaunum og sætum kartöflum
* Heimabakað brauð
* Kaffi og brownies í eftirrétt

Að borðhaldi loknu mun Þorvaldur Friðriksson fjalla um nýlega bók sína um skrímsli í sögu Íslands. Nánari dagskrá kynnt síðar. Sest verður að snæðingi kl. 19. Varð kr. 2.500.

Öll velkomin.

Lasagna

Janúarmálsverður

By Viðburður
Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA 2024 fer fram föstudagskvöldið 26. janúar kl. 19:00  í Friðarhúsi. Kokkarnir eru ekki af verri endanum. Þorvaldur Þorvaldsson sér um kjötréttinn en Þórhildur Heimisdóttir sinnir grænkerunum.
Matseðill:
* Lasagne að hætti byltingarinnar
* Makloubeh
* Salat
* Kaffi og hjónabandssæla
Að borðhaldi loknu verður menningardagskrá. Sigurrós Þorgrímsdóttir mun gera grein fyrir nýútkominni bók sinni um ævi og störf stjórnmálakonunnar Katrínar Pálsdóttur. Þá mun tónlistarmaðurinn Klói leika lög af nýútkominni plötu sinni sem unnt verður að kaupa á staðnum.
Sest verður að snæðingi kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr að venju. Verð kr. 2.500, öll velkomin.
Fullveldismálsverður

Fullveldisfögnuður Friðarhúss

By Viðburður

Jólahlaðborð SHA ber að þessu sinni upp á föstudaginn 1. desember.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér að venju um krásirnar. Matseðill:

• Heimaverkuð sænsk jólaskinka með kartöflusalti, og sinnepssósu
• Heimagerð lifrakæfa og heimagert rúgbrauð
• Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
• Karrýsíld og Tómatsalsasíld
• Rækjufrauð
• Hnetusteik fyrir grænkera
• Kaffi, konfekt og döðulukaka með heitri karamellusósu

Sest verður að snæðingi kl. 19.

Að borðhaldi loknu hefst menningardagskrá. Þórdís Gísladóttir skáldkona les úr nýjustu bók sinni. Bára Baldursdóttir sagnfræðingur segir frá stóráhugaverðri nýju verki sínu um Ástandið og framgöngu yfirvalda gagnvart stúlkum sem tengdar voru við það. Að lokum tekur trúbadorinn Arnór Ingi nokkur lög.

Gestum í Friðarhúsi gefst líka færi á að skoða veggspjaldasýningu nema í Listaháskóla Íslands úr námskeiði um pólitíska list.

Verð kr. 2.500. Öll velkomin.