
* Lasagne með kjöti
* Eþíópiskur linsubaunaréttur með sætum kartöflum
* Pakora buff
* Hrísgrjón
* Salat
* Bláberja flapjack og hjónabandssæla með kaffinu
Til hliðar
Eftirréttur
Boðið verður til fyrsta málsverðar ársins í Friðarhúsi föstudaginn 31. janúar kl. 19:00 í samstarfi við MFÍK.
Kokkar janúarmánaðar eru stjórnarkonur í MFÍK með aðstoð palestínskra vinkvenna. Matseðillinn er í takt við vopnahléð á Gaza:
Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi fer fram föstudaginn 23. febrúar n.k. Um er að ræða sannkallaðan fjölskyldumálsverð með tveimur kokkateymum: bræðrunum Friðriki og Gísla Atlasonum & Eskhlíðingunum Stefáni, Steinunni Þóru og Nóam ÓIa.
Matseðill:
* Qidreh – palestínskur lamba- og hrísgrjónapottréttur
* Mexíkóskur grænkerapottréttur með svartbaunum og sætum kartöflum
* Heimabakað brauð
* Kaffi og brownies í eftirrétt
Að borðhaldi loknu mun Þorvaldur Friðriksson fjalla um nýlega bók sína um skrímsli í sögu Íslands. Nánari dagskrá kynnt síðar. Sest verður að snæðingi kl. 19. Varð kr. 2.500.
Öll velkomin.
Jólahlaðborð SHA ber að þessu sinni upp á föstudaginn 1. desember.
Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér að venju um krásirnar. Matseðill:
• Heimaverkuð sænsk jólaskinka með kartöflusalti, og sinnepssósu
• Heimagerð lifrakæfa og heimagert rúgbrauð
• Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
• Karrýsíld og Tómatsalsasíld
• Rækjufrauð
• Hnetusteik fyrir grænkera
• Kaffi, konfekt og döðulukaka með heitri karamellusósu
Sest verður að snæðingi kl. 19.
Að borðhaldi loknu hefst menningardagskrá. Þórdís Gísladóttir skáldkona les úr nýjustu bók sinni. Bára Baldursdóttir sagnfræðingur segir frá stóráhugaverðri nýju verki sínu um Ástandið og framgöngu yfirvalda gagnvart stúlkum sem tengdar voru við það. Að lokum tekur trúbadorinn Arnór Ingi nokkur lög.
Gestum í Friðarhúsi gefst líka færi á að skoða veggspjaldasýningu nema í Listaháskóla Íslands úr námskeiði um pólitíska list.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.