Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 ár frá inngöngunni örlagaríku í Nató.

Kokkar kvöldsins verða þeir Ævar Örn Jósepsson og Jón Yngvi Jóhannesson.

Matseðill:

  • Matar- og bragðmikið gúllas með rætur sem liggja til allra helstu ríkja Mið- og Austur-Evrópu en teygja anga sína líka alla leið til Hafnarfjarðar. (Fyrir kjötætur)
  • Matarmikið, bragðgott og einstaklega saðsamt bauna- og sveppagúllas úr Lauganesinu með mið-evrópsku ívafi. (Fyrir grænkera)
  • Royal-búðingur með þeyttum rjóma. Veganvæn útgáfa af hvorutveggja búðingnum og rjómanum verður einnig á boðstólunum.

Að borðhaldi loknu mun tónlistar og myndlistarkonan Heiða taka lagið og gera grein fyrir myndlistarsýningu sinni í húsinu. Gestur Páll Reynisson stjórnmálafræðingur býður upp á óvænta og skemmtilega sögustund: sögur úr hinu liðinu.

Sest að snæðingi kl. 19. Öll velkomin. Verð kr. 2.000.