Friðargangan fellur niður í annað sinn

By 20/12/2021 December 22nd, 2021 Fréttir, Tilkynningar

Kæri hernaðarandstæðingur

Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú hefð óslitin þar til í fyrra þegar ekki var hægt að halda göngu vegna samkomutakmarkanna. Því miður gefur staðan í faraldrinum ekki kost á að taka upp þráðinn að þessu sinni. Annað árið í röð mun friðargangan í Reykavík falla niður. Þó mun samstarfshópur friðarhreyfinga senda frá sér ávarp á Þorláksmessu.

Á Akureyri verður sömuleiðis ekki haldin nein ganga í ár.

Athugið að hætt var við gönguna á Ísafirði vegna nýrra samkomutakmarkanna.

Gleðilega friðarhátíð.