Fjáröflunarmánuður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. mars. Að þessu sinni munu félagar í miðnefd skipta með sér matseldinni og leggja á hlaðborð. Meðal rétta:

  • Lambapottréttur vinstriróttæklingsins
  • Friðsælt og guðdómlegt blómkálsgratín
  • Kjúklingur í kúskús andheimsvaldasinnans
  • Víetnömsk fiskisúpa gegn stríði
  • Kjarnorkuvopnalaus brauð ásamt heimagerðum hummus
  • Afvopnunarsalat

Svavar Knútur mun taka lagið að borðhaldi loknu. Að venju er sest að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.000.